Re: svar: Aðstæður??

Home Umræður Umræður Almennt Aðstæður?? Re: svar: Aðstæður??

#47689
2806763069
Meðlimur

Það var vissulega meiningin að menn væru duglegir að skrá aðstæður. Því miður hefur það hinsvegar ekki verið sem skildi og því hefur meðal annars undirritaður orðið ansi leiður á því að gefa bara en þiggja lítið.

Ég mun hinsvegar gera enn eina tilraun og svara honum Frey Inga og öðrum þeim er spyrja sig sömu spurningar.

Það er ís á öllum svæðum í nágrennig Reykjavíkur og líklega er hægt að klifra nánast hvað sem er. Flestar leiðirnar eru hinsvegar ís-minni en gengur og gerist.

Reyndar er ekki mikill ís í þeim hluta Brynjudals sem snýr í suður og fremsti hluti Glymsgils er frekar íslítill. Amk annar af fossunum upp á brún er í aðstæðum.

Í Búhömrum og Grafarfossi er ís og voru einhverjir sem klifruðu þar um daginn (en hafa ekki séð ástæðu til að miðla þeim upplýsingum sem þeir bjuggu yfir til annara fjallamanna á vefnum).

Að lokum er einnig nægjanlega mikill ís í NV-Vegg Skarðsheiðarinnar (Skessuhorns) til að eiga mjög góðan dag þar.

Einhver ís er einnig í Öræfasveitinni og einhverjir stefndu á að fara í Kinnina um helgina.

Ég ítreka það, og ekki í fyrsta skipti, að ég er viljugur að dreifa upplýsingum um aðstæður hér á netinu. En ég ætlast líka til að fá eitthvað í staðinn til að spara mér sjálfum leitarferðir.

Vonandi taka menn sig saman í andlitinu og safna nægum kjarki til að láta frá sér heyra hér á netinu um hvað þeir voru að gera og hvað þeir sáu, stórt sem smátt.
Það yrði líka kannski til að gera þennan umræðuvef örlítið skemmtilegri. Það hefur verið ansi fátt um fína drætti hér upp á síðkastið.