Re: 5 stjörnur

Home Umræður Umræður Almennt BÍÓ og SÖGUSTUND Re: 5 stjörnur

#52787
Freyr Ingi
Participant

Hlöðubíó í Skíðadal er ekki afleit hugmynd. En hvort sem myndin verði sýnd þar eður ei er augljóslega akkur að því fá verkið norður yfir heiðar.
Varð nefnilega þess heiðurs aðnjótandi að fá forskot á sæluna og forsá myndina á föstudagskvöldinu og get með sanni sagt að þarna er metnaðarfullt og skemmtilegt myndband á ferðinni.

Virkilega flott mynd og hamingjuóskir til Ingvars og hinna sem að myndinni komu!

Hvet því alla í bíó og vonandi kemst myndin norður svo sem flestir fái að sjá.

Myndasýningin hans Simon er svo á miðvikudaginn kl. 20:00 í FÍ.

FIB