Heimtur úr helju WI 4+

Innst í Stekkjargili. Leiðin sért stundum frá veginum. Er efst í gilinu í gilinu og verður maður að klifra upp aðra leið til að komast að þessari. (Sennilega leiðin fyrir ofan leið 2 og 3)

Löng auðveld spönn og svo bratt haft í lokin ca. 60m. Byrjunin á síðasta haftinu var yfirhangandi að hluta en er líklega ekki alltaf svoleiðis.

FF: Örvar og Ívar, 21. des. 2000, 110m

 

Crag Haukadalur
Sector Stekkjagil
Type Ice Climbing
Markings

6 related routes

(Icelandic) 3. – Heljarslóð WI 5

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 3. á mynd.

Fyrsta augljósa leiðin á vinstri hönd ofan við leiðirnar “Aðrein” og “Hraðbraut til heljar”.

Byrjar á bröttum pillar sem er um 20-25 metrar upp á sillu. Við tekur svo 10-15 metra haft sem er örlítið til hægri, seinna haftið er auðveldara en tortryggt, hægt er að fara lengra til hægri fyrir meiri ís og betri tryggingar.

Í frumferðinni var leiðin klifruð í einni spönn og er þá um 50 metrar.

FF. Ottó Ingi Þórisson og Sigurður Tómas Þórisson – 4. febrúar 2024

(Icelandic) 2. – Hraðbraut til heljar WI 4

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Leið númer 2 á mynd.

Nokkuð vatnsmikill foss neðst í Stekkjagili. Fossinn er eflaust oft opin og því ekki í klifranlegum aðstæðum.

Í leiðarvísu um Haukadal í ársriti Ísalp frá 1998 stendur eftirfarandi um leiðina “Ef gengið er inn eftir botni gilsins kemur maður að opnum fossi sem kemur i veg fyrir frekari uppgöngu. Hægt er að fara fram hjá fossinum með þvi að klifra upp vinstri vegg gljúfursins i einni til tveimur spönnum.” Leiðin upp vinstri vegg gljúfursins er leiðin Aðrein.

Leiðin er eflaust 30 – 40 metrar.

FF. Ottó Ingi Þórisson og Sigurður Tómas Þórisson – 4. febrúar 2024

Heimtur úr helju WI 4+

Innst í Stekkjargili. Leiðin sért stundum frá veginum. Er efst í gilinu í gilinu og verður maður að klifra upp aðra leið til að komast að þessari. (Sennilega leiðin fyrir ofan leið 2 og 3)

Löng auðveld spönn og svo bratt haft í lokin ca. 60m. Byrjunin á síðasta haftinu var yfirhangandi að hluta en er líklega ekki alltaf svoleiðis.

FF: Örvar og Ívar, 21. des. 2000, 110m

 

Frárein WI 3

Ís og snjóleið á vinstri hönd innan við klettana í gilinu.

FF.: Jórunn Harðardóttir, 3. jan 1999.

Þjóðvegur 66 WI 5

Leiðin er mest áberandi lóðrétta súlan á vinstri hönd ofan við fossinn. Leið nr. 2 á mynd, 75m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen og Þorvaldur V. Þórsson, 3. jan 1999.

Aðrein WI 5

Lóðrétt leið næst fossinum og upp á stallinn. Fyrri spönn er 25-30m af 3. gráðu og við tekur lóðréttur ís. Leiðin er varhugaverð þar sem ísinn þynnist þegar ofar dregur og erfitt um tryggingar ofan við leiðina. Leið nr. 1 á mynd, 60m.

FF.: Guðmundur Helgi Christensen, Þorvaldur V. Þórsson og Jórunn Harðardóttir, 3. jan 1999.

Leave a Reply