Telemarkhátíðin á Akureyri 17. – 19. mars

Home Forums Umræður Skíði og bretti Telemarkhátíðin á Akureyri 17. – 19. mars

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46016
    0704685149
    Member

    Þar sem maður vaknaði við alhvít jörð á Akureyri í morgun og skellt var í fjórhjóladrifið þannig að hrækappinn væri aðeins stöðugri niður Kaupfélagsgilið, þótti viðeigandi að kalla saman fund í Telemark-ráði norðanheiða.

    Þar var ákveðið…að halda… TELEMARKHÁTIÐINA 17. TIL 19. MARS…. Allir fjallamenn og aðrir…
    vinsamlegast takið tillit til þess og reynið að komast því að taka þátt í öðrum uppákomum eða skipuleggja námskeið, ferðir eða annað slíkt um þessa helgi. Nema að Telemarhátíðin
    verði hluti af ferðinni eða námskeiðinu. Síðustu ár hafa verið erlendir þátttakendur, þannig
    að við viljum endilega benda ferðaþjónustuaðilum á að hér er tækifæri til að gera ferðir
    þeirra sölulegri með að bjóða upp á hópferðir á Telemarkhátíðina á Akureyri…henni er aldrei frestað…

    kveðja Böbbi og Bassi

    #50026
    Goli
    Member

    Team Garðabær / McDonalds mætir í fantaformi !

    #50027
    0607625979
    Member

    Gott hjá ykkur B&B. Mig vantar enn svona 1 cm upphækkun ef þið skylduð muna eftir því:-)

    #50028
    Sissi
    Moderator

    Þetta er alvöru skipulagning!

    Vona bara að Siggi Fjallaskarpur og aðrir núverandi/brottfluttir Westurbæingar taki sig nú saman og stofni TV, eða Tím Westurbær. Skil ekki hvað menn eru að pissa utan í eitthvað dreifbýlis-Fylkissnobb í sífellu. Eins og segir í dægurlaginu:

    “Hey! Do you know (mmm)
    Where you’re comin’ from?
    Do you know…
    Now where you’re going to?”

    Annars hef ég hvorki hlotið gæfu til að losa hælana, né að snúa þeim rétt, þannig að ég vona bara að þið skemmtið ykkur sem allra best í botnlausu púðri (en samkvæmt þeim Norðlendingum sem ég þekki ríkja slíkar aðstæður ávallt norðan heiða nema þegar ég kem í heimsókn ;)

    Sissi

    #50029
    0704685149
    Member

    Sissi, það eru alltaf púður hér fyrir norðan…þótt við þurfum annað slagið að sækja hana til Skagafjarðar…þá eru hún til staðar út um allt…

    sjá þessar myndir síðan í fyrra, þær sanna það:

    http://bh.smugmug.com/gallery/440427/1/17720133

    Þú þarft bara að hætta að mæta hér um mitt sumar…

    kv
    Bassi

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.