Scarpa eða La Sportiva

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Scarpa eða La Sportiva

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47427
    andrisv
    Participant

    Sæl öll.

    Ég er í smá dilemma þessa dagana þar sem ég er í hugleiðingum fyrir kaup á “the ultimate” vetrarskóm.
    Ég er mikið búinn að vera að pæla í Scarpa Mont Blanc GTX eða La Sportvia Nepal Extreme. Scarpa skórnir eru á 66þ í fjallakofanum en ef mig minnir rétt þá er La Sportiva á um 10þ kr. dýrari.
    Ég er að reyna að fara meira útí fjallamennskuna og myndu þetta vera svona fyrstu alvöru vetrarskórnir.
    Er kannski over kill að byrja í svona dýrum skóm þar sem að ég er ekki eins og stendur mikið í pura íssklifri en langar að fara meira í það. Ég stefni hinsvegar á að vera mikið í vetrar- og jöklagöngum og blönduðum leiðum (alpaleiðum). Eru þessi skór kannski mjög óþægilegir í blandaðar fjallgöngur, of stífir? Eða eru þeir mjög þægilegir og gæti maður jafnvel skellt sér á rjúpu í þeim?

    Með von um góða umræðu,

    Andri

    #56649
    Ármann
    Participant

    Nepal Extreme eru minnir mig á 65þús, og Nepal Evo (nýrri gerðin) á 75þús.
    Varðandi overkill þá mæli ég með því að kaupa bara þessa skó. Ef þú kaupir þér stífa skó á segjum 30þús, þá endarðu yfirleitt á því að eyða 30+66þús.

    #56650
    Arni Stefan
    Keymaster

    Hæhæ
    Ég er búinn að ganga á Nepal Extreme frá La Sportiva í u.þ.b. eitt og hálft ár núna. Þeir hafa reynst mér mjög vel en ég er búinn að nota þá bæði í stuttar göngur (bæði með og án brodda) ísklifur og lengri ferðir. Þar sem þeir eru úr leðri eru nægilega mjúkir til þess að hægt sé að ganga á þeim í sléttu og einföldu landslagi (reyndar alltaf pínu kjánalegt á malbiki eins og gefur að skilja), en þá reima ég þá bara aðeins lausar. Sem fullstífir skór eru þeir síðan frábærir í brattara og erfiðara landslag og klifur. Þeir taka mjög vel við broddum, hvort sem það eru ólabroddar eða smelltir broddar.
    Varðandi hvora skóna þú ættir að fá þér þá veit ég að þeir sem hafa átt báðar gerðir segja að þær eru mjög sambærilegar, Scarpa skórnir eru víst heldur breiðari. Þegar kemur að svona fjárfestingu skiptir meira máli hvor týpan hentar þínum fæti betur, ekki kaupa skó sem særa þig; þeir lagast eitthvað örlítið að fætinum þínum en svona skór eru það stífir að það er mjög lítið, þeir verða að passa.
    Að lokum varðandi Nepal Extreme á móti Nepal Evo. Evo skórinn er aðeins léttari (200g minnir mig), en þeir endast víst ekki jafn vel og Extreme útgáfan sem gæti skipt þig máli ef þú sérð fram á stórfellda notkun.

    #56651
    1506774169
    Member

    Farðu líka og mátaðu Mammut Meridian í Everest. Ég er búinn að ganga á La Sportiva Nepal Extrem í 2 vetur og var að skipta yfir í þessa núna. Þeir eru mjög sambærilegir, aðeins ódýrari en passa aðeins betur á breiðari fót finnst mér. Þetta snýst allt um það. Þessir skór eru allir mjög sambærilegir.

    #56654
    andrisv
    Participant

    Takk fyrir gagnlegar ábendingar. Athuga þetta.

    Andri

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.