“Nýjar” gamlar leiðir

Home Forums Umræður Klettaklifur “Nýjar” gamlar leiðir

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46090
  Robbi
  Participant

  Fyrir nokkru síðan var brunað norður og klifrað í Munkaþverrá. Með í för voru ég Siggi og Danni. Boltuðum 3 gamlar leiðir sem áður voru óboltaðar:
  Talía 5.7/Bókin 5.8
  UV 5.7
  Undir brúnni 5.8

  Allt eru þetta fínar leiðir og mæli ég sérstaklega með “Undir brúnni”.
  Sissi og félagar létu sjá sig, prófuðu leiðrinar og létu vel af. Hægt er að lesa meira um munkaþverá á “síðum félaga” hjá jóni hauki.

  Kv.Robbi

  #49878
  Jokull
  Member

  Vona að þið hafið spáð í að þetta eru leiðir sem fyrst voru klifraðar á dóti og voru partur af lítilli flóru dótaleiða sem hægt var að nota til kennslu á sprunguklifri á norðurlandi…………..
  Þeir sem fyrst fóru þessar leiðir geta sagt sína meiningu en það kæmi mér ekki á óvart þótt þessir boltar hverfi áður en langt um líður. Er ekki annars nóg af boltuðum leiðum fyrir sunnan handa ykkur til að toppropa??????

  Einn ekki ánægður vestur í Kanada

  Jökull Bergmann

  #49879
  Páll Sveinsson
  Participant

  Það vita sjálfsagt allir mína skoðun á boltun.

  Flestar þessar leiðir voru klifraðar í ofanvað löngu fyrir mína tíð. Upp úr 1980 eignaðist ég smá klifurdót sem dugði til að tryggja þessar leiðir og voru þær þá leiddar af mér og Brodda heitnum. Undir brúnni var klifruð löngu seinna og hefur trúlega aðeins einusinni verið leidd á dóti.

  Þessi gjörningur verður trúlega til að fleiri klifri þessar leiðir í leiðslu.

  Palli glaður með framtakssemina.

  PS
  Það er enn nóg af dótaleiðum í gilinu sem nota má til æfinga.

  PPS
  Það er kannski komin tími til að sumir efni stóru orðin.

  #49880
  Siggi Tommi
  Participant

  Við spáðum mikið í því hvort réttlætanlegt væri að bolta þessar leiðir og teljum við að við höfum ekki verið að skemma fyrir með þessum boltum.
  Hef verið að ræða þessi mál við þá norðanmenn (Bassa, Böbba og fleiri í Súlum) í nokkur ár og hafa þeir haft mikinn áhuga á að fá fleiri bolta þarna inneftir þó þeir hafi kannski ekki talið sig kandídata í sjálfan gjörninginn (sökum reynsluleysis í klifri og almenns þekkingarleysis á boltun almennt ?).

  Ég er alla vega á þeirri skoðun að ef leið er það tortryggð að “enginn” prílar hana nema í toprope, þá sé hún varla merkileg sem dótaleið (og alls ekki til kennslu í henni).

  Gott dæmi um þetta er Undir brúnni, sem er frábær leið sem ég hef aldrei heyrt um að menn hafi klifrað í mína tíð, hvorki í dóti né toprope (ekki svo að skilja að ég heyri af öllu sem hefur verið klifrað þarna en… :). Gaman að höfundurinn Palli er ánægður með þetta og vonandi að hann prófi hana í sportstíl á næstunni því leiðin er ein sú skemmtilegasta á svæðinu…

  Hinar leiðirnar sem við boltuðum var að okkar áliti fyllilega réttlætanlegt að bolta enda flóran á svæðinu fyrir klifrara aukist til muna þó bara hafi verið bætt við þessum fáu línum:
  U.V. í upphaflega tópóinu að Munka segir að leiðin sé auðtryggð og ein besta leiðin í gilinu. Vissulega er leiðin góð en ég prílaði einhvern tímann upp í ca. miðja leið með dótarakk og endaði með að bakka niður því ég var kominn eina 5-6m upp og það var ekki séns að koma dóti þar inn. Efsti hlutinn er þess utan mjög þunnur saumur og mjög erfitt að koma almennilegu dóti þar inn. Kannski er ég bara svona lélegur að koma inn dóti og þætti mér gaman að heyra ef einhverjir hefðu dótaklifrað leiðina á seinni árum…

  Bókin/Talía. Fínar leiðir og eina línan sem getur talist eitthvað fyrir byrjendur í gilinu. Grjótið í þakinu fyrir miðja leið er nokkuð laust og e.t.v. vafasamt til dótunar auk þess sem bæði neðri og efri parturinn eru tortryggjanlegir með dóti.

  Rétt er að geta þess að leiðir eins og Sófus og Stóru mistökin voru upphaflega klifraðar sem dótaleiðir og ekki hef ég orðið var við að menn hafi séð á eftir þeim inn í heim sportklifurleiða…
  Hvað sögðu menn annars þegar Valshamar var fyrst boltaður? Var ekki allt þar upphaflega “dótaklifur”?

  Þær leiðir sem gætu talist til almennilegra dótaleiða í Munka (Góðir vinir, Dóni og Hornið) voru ekki snertar og munum við persónulega alla vega ekki koma að boltun þeirra.

  Gaman væri að heyra álit sem flestra á þessu “ódæði”, hvort sem það er ánægja eða óánægja…

  #49881
  Hrappur
  Member

  Hvað hverfa bóltar? á að nota þá til að bolta smásteina á völlunum í staðin? Það á eftir að bolta svoldið fyrir aftan kamarinn!

  ps Hvað gerðirðu við helv. vélina JökuLL :(

  #49882
  1402734069
  Member

  Flott framtak hjá brottfluttum Norðanmönnum sem ætti að vera til þess að við sveitamennirnir sem eftir eru leiðum aðeins meira!

  Nenni eiginlega ekki að keyra mikið norður til að leiða boltaðar leiðir þar Jökull!!! :)

  kv.
  Böbbi

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.