MÓTMÆLI!

Home Forums Umræður Almennt MÓTMÆLI!

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45040
  0412882649
  Member

  Ég legg til að menn mæti með sorgarborða á hönd eða fána hálfblakta á stöng í dag við Alþingishúsið því í fylling Hálslóns hefur hafist.
  Kveðjum íslenska náttúru með sæmd, mótmælum aðgerðum stjórnvalda og stöndum saman.
  Við skulum ALDREI leyfa það að þær náttúruskemmdir sem nú eiga sér stað fái að gerast aftur.
  Mætið í dag kl 16

  #50659
  2911596219
  Member

  Þetta er svolítið skammur fyrirvari …

  En ég ætla reyna að mæta því að ég hálfskammast mín fyrir að hafa ekki fylgst betur með því sem var að gerast þarna fyrir austan …

  Annars, gott framlag hjá þér.

  #50660
  Anonymous
  Inactive

  Eitt finnst mér merkilegt að það er verið að byrja á Héðinsfjarðargöngum í dag samkvæmt fréttum og öllum virðist vera sama. Heill fjörður sem er alger útivistaperla verður undirlagður og eyðilagður. Þetta virðist vera að sigla undir radarinn hjá flestum núna. Verða kannski mótmælin við því þegar klippt verður á borðann.
  Kv. Olli

  #50661

  Já því ekki það… Héðinsfjarðargöng eru svo fáránleg framkvæmd að maður nær ekki upp í nef sér. Enn ein sönnunin fyrir því að það er handónýtt lið sem stjórnar þessu landi núna.

  Það soglegasta er reyndar að VG er ekki á móti þessu sem er alveg óskiljanlegt. Sýnir bara að það er varla nokkrum pólitíkus treystandi í dag.

  En það er ljóst að einhverjar breytingar þurfa að verða í næstu kosningum. Burt séð frá því hvaða flokkar eiga í hlut, það er engum holt að sitja svona lengi. Spurning hvort Íslendingar verði ekki bara búnir að gleyma þessu öllu eftir tvær vikur eins og venjulega og ekkert breytist.

  Ég er hryggur í dag.

  #50662
  2912773739
  Member

  FRÉTTATILKYNNING FRÁ FÉLAGI UM VERNDUN HÁLENDIS AUSTURLANDS OG
  NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖKUM AUSTURLANDS

  Í dag, 28.september er sorgardagur á Íslandi. Í morgun hófst herför valdsins gegn vesturöræfum við Snæfell. Ísland verður fátækara í kvöld en það var í morgun.

  Félögin standa fyrir athöfn við Lagarfljótsbrú kl. 20:00 í kvöld. Áður en myrkrið skellur á kveikjum við ljós vonar um að snúið verði af braut eyðileggingar.

  Fólk er beðið um að hafa með sér kerti til fleytingar á Fljótinu ef
  veður leyfir.

  Ennfremur verður samskonar athöfn við Tjörnina í Reykjavík kl. 22:00

  HH

  #50663
  2911596219
  Member

  Algjörlega sammála Björgvini … handónýtt lið við stjórnvölinn – Ísalp ætti kannski bara að mynda stjórnmálaafl, ha …

  #50664
  0412882649
  Member

  Ég mótmælti við stjórnarráðið þennan dag, fannst það eiga betur við en Alþingishúsið því Geir h. haarde var enn að vinna. Ökumaðurinn hans var að bíða eftir honum úti og ég nýtti mér tækifærið með félaga mínum og hélt sorgarmótmæli. Félagi minn lagðist á bekk sem dauður lægi við stjótnarráðið á meðan ég stóð við hlið hans með íslenska fánan hálfblaktan. Forsetisráðherra gekk svo framhjá okkur 10 mínútum síðar og gaf okkur illdarauga. Hann hringdi á lögregluna og hún kom og fylgdist með okkur í 10 mínútur eða svo, en fór eftir það.
  Mótmæli okkar fóru friðsamlega fram, okkur var tekið mjög vel af hálfu nokkurra útlendinga og Íslendinga.
  Gerum virka umræðu fyrir umhverfismálum á Ísalpvefnum. Fræðum félagsmenn um náttúruna og verum virk að skrifa um áform ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna um náttúruspillandi aðgerðir.
  FRÆÐUM ÍSLAPARA OG MÓTMÆLUM KOMANDI AÐGERÐUM SEM ALDREI FYRR. LEYFUM EKKI FREKARI NÁTTÚRUSPILLINGU Í OKKAR FAGRA LANDI!

  kveðja,
  Jóhann Garðar

  #50665
  0206862359
  Member

  Það var ömurlegt að horfa upp á Steingrím J. Sigfússon í fréttum í gær gleðjast yfir því að byrjað væri að sprengja héðinsfjarðargöng. Að vísu kom hann þar fram fyrir sitt kjördæmi en ekki sem formaður vinstri grænna. Engu að síður finnst mér eitthvað rangt við það. Góð tímasetning samt að byrja með gönginn núna þar sem hægt var að fela þau í skugga Kárahnjúkavirkjunarinnar. Ég hitti fljótamann um daginn sem vildi miklu frekar bora frá fljótunum og ekki að farið yrði yfir héðinsfjörð. þá fengist tenging bæði við skaga og eyjafjörð í staðinn fyrir einungis Eyjafjörð og allir sáttir. Væri ekki líka hægt bara að halda þessum borunum áfram og bora alla leið undir Héðinsfjörð og halda honum áfram í því ástandi sem hann er í í dag?

  Hugsunarleysi!
  Tryggvi

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.