Hvar voru allir um helgina???

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hvar voru allir um helgina???

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46098
    Anonymous
    Inactive

    Var ekkert klifrað um helgina eða eru menn orðnir svona hlédrægir að þeir vilja ekki segja frá því sem þeir voru að gera???
    Þetta voru án efa bestu íklifuraðstæður sem verið hafa á landinu í talsvert mörg ár og synd ef menn hafa ekki notfært sér það. Sérstaklega þegar vitað var um hina váglegu veðurspá sem er framundan. Við vorum um helgina undir Eyjafjöllum og brutumst þangað í nær engu skygni og vorum farnir að halda að við yrðum fastir í bíl allan laugardaginn. okkur leist nú ekkert á blikuna á tímabili en ákváðum að halda áfram. Í staðinn klifrðuðum við nýja leið í sól og logni og talsverðu frosti á frábærum stað og vorum mest hissa á að sjá engan nota þetta ótrúlega tækifæri sem gafst þarna til að klifra margar af skemmtilegri ísklifurleiðum landsins sem voru í hreint frábærum aðstæðum. Þarna voru einnig leiðir sem ófarnar voru og bíða sennilega enn í nokkur ár eftir tækifæri sem kemur ekki strax aftur. Menn verða bara að muna hið fornkveðna:
    CARPE DIEM!!!!!

    #48408
    0309673729
    Participant

    Ég og Jón Gunnar gjaldkeri, fórum orginalinn í Grafarfossi í gær. Eins og fram hefur komið hér á síðunni er (var) leiðin í fyrirtaks aðstæðum. Við fórum leiðina í einni spönn á 60m línu. 5-10m voru á hlaupandi tryggingum, snjórinn í gilinu sá um rest.

    kveðja
    Helgi Borg

    #48409
    2502614709
    Participant

    Ég var undir teppi á laugardaginn en í gær fórum við Haraldur Örn í Múlafjall. Þar var ekki sála fyrir utan okkur, nokkra rebba, tvær rjúpur og ís,ísísssss. Fórum yfsilonið þetta var alveg magnaður dagur, smá frost og blanka logn. Klifurferillinn tekur flugið þegar maður fær að hanga í spottanum hjá vanari mönnum. Í einu orði sagt stórkostlegt.

    #48410
    Anonymous
    Inactive

    Yfisilonið mundi þá vera Stígandi (mjög skemmtileg leið)
    Furðulegt að sjá engan þar maður hefði haldið að þar yrði örtröð!!!

    Olli

    #48411
    Stefán Örn
    Participant

    Fríður flokkur manna og kvenna gekk og skíðaði á Hengilssvæðinu.

    #48412
    2806763069
    Member

    Ég fór og gekk upp með Glymsgilinu á sunnudaginn. Þar sá ég að stóru leiðirnar efst í gilunu voru í góðum aðstæðum. Sjá mynd í myndasyrpunni hér á þessari síðu: http://www.mountainguide.is/netklub/myndir1.htm

    #48413
    0311783479
    Member

    Er Ypsilonið ekki Rísandi? Minnir að Stígandi sé bara ein samfelld lína.
    Helginni var annars eytt í kvef :(

    -kv.
    Halli

    #48414
    Anonymous
    Inactive

    Rísandi er vinstra megin og stígandi er hægra megin af þessum tveimur olli

    #48415
    2502614709
    Participant

    Allavega er þetta mjög flott einsog y í laginu við fórum t.v. Er ekki með leiðarvísi við höndina. Nú er skráning á nýjum leiðum á netinu væri ekki upplagt að setja gömlu leiðarvísana á netið líka.

    #48416
    AB
    Participant

    Lá í sálfræðibókum um helgina. Ekkert klifur en þeim mun meira um skilyrta hegðun og sístyrkingu, blablabla.

    Ingvar og Halli fóru greinilega Rísanda.

    Og nú er stutt í Los Festivalos!!

    Kv, Andri

    #48417
    0801667969
    Member

    Fór á gönguskíði á Tjörninni á föstudeginum og í Hljómskálagarðinn á laugardag og sunnudag. Enginn annar sást þarna á skíðum um helgina. Fullt af ís en lítið um snjó. Tók þó ekki fram ísaxir.

    Þessi “Stígandi” umræða hér að ofan minnti mig á að fyrir nokkrum dögum birtist mynd af ísuðum Eyjafjöllum. Textinn hljómaði eitthvað á þá leið að myndi sýndi “Paradísaheimt og nágrenni”.
    Fossinn (og ísinn) vestan við Paradísarheimt heitir Drífandi og hefur svo lengi verið. Myndin sýndi því Drífanda og nágrenni.
    Þó Paradísaheimt sé fallegt nafn og falleg leið þá megum við ekki týna niður ævagömlum örnefnum og fara að nota nöfn á klifurleiðum a.m.k. ekki opinberlega. Berum virðingu fyrir því gamla og þeim gömlu.

    – Einn á ullarbrók.

    #48418
    Ólafur
    Participant

    Sem höfundur myndatexta við umrædda mynd þá tek ég síðasta komment til mín. Ábendingin er góð og gild og sjálfsagt þekkja heimamenn varla nafnið Paradísarheimt. Að sama skapi eru trúlega ekki margir klifrarar sem þekkja nafnið Drífandi.
    Ég er sammála því að reyna að halda í og vernda gömul örnefni þegar þau eru til staðar en skil ekki hversvegna ekki ætti að nota nöfn á klifurleiðum opinberlega. Hversvegna eru nöfn á klifurleiðum ekki jafn góð og gild og önnur örnefni?

    Vita menn t.d. til þess að Þilið eða Óríon hafi einhver önnur nöfn?Ætti Ísalp ekki bara að setja sig í samband við örnefnanefnd?
    Menn ættu samt að reyna að forðast rugling og misskilning og nota örnefni þegar þau eru til staðar. Heitir Grafarsfossinn t.d. ekki Mígandi í raun og veru?

    Kv, ÓliRaggi

    #48419
    Anonymous
    Inactive

    Það var aldrei inn í myndinni að kalla fossinn Paradísarheimt heldur heitir Orginal leiðin paradísarheimt og leiðin þar lengst til hægri heitir (strompurinn að því að mig minnir) Þetta gerist oft að heilir fossar fá heiti leiða í þeim og er það alveg sjálfsagt að hlusta á þá sem reyndari eru og þekkja aðstæður betur en við malbikararnir. Allar slíkar ábendingar eru vel þegnar sérstaklega í ljósi þess að ef gera á klifurleiðbeiningar fyrir ísklifursvæði hér á Fróni

    #48420
    0801667969
    Member

    Mér sýnist allir vera að tala sama mál sem er gott mál. Þurfum öll að taka okkur aðeins á og leita betri upplýsinga sérstaklega þegar gefið er út heildstæð lýsing á klifursvæði eins og Olli nefnir.

Viewing 14 posts - 1 through 14 (of 14 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.