Fréttir frá stjórn

Home Forums Umræður Almennt Fréttir frá stjórn

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44940
    Arni Stefan
    Keymaster

    Sæl öll

    Jæja, það virðast allir hafa nóg að gera þessa dagana nú þegar daginn tekur að stytta og erum við í stórninni engin undantekning. Nú þegar hefur heyrst af fólki lemja ís og snjór farinn að sjást í fjöllum hérna fyrir sunnan.

    Stjórnin hefur mörg járn í eldinum þessa dagana og langaði mig til þess að taka það saman í stuttu máli. Leyfa ykkur að vera með sko.

    Mikið hefur verið rætt um tryggingar klifrara og fjallaskíðafólks og er það mál í góðum farvegi. Nákvæm útfærsla og skilmálar verða kynnt bráðlega en til stendur að grunntrygging verði í boði sem fyrst. Við það væri svo hægt að fá viðbætur, t.d. sér fjallaskíða pakka (sem þeir sem ekki skíða geta þá sleppt) o.s.frv.

    Skipuð var nefnd til þess að vinna að málefnum Bratta, en eins og vonandi flestir hafa heyrt var Bratti keyrður í bæinn síðastliðinn vetur og stendur til að gefa honum smá meikóver. Brattanefndin hefur vegið og metið stöðuna og er nánari frétta að vænta af því innan tíðar. Þetta gæti verið kjörið tækifæri fyrir handlagna Ísalpara til þess að hjálpa okkur að eignast flotta aðstöðu í nágrenni Reykjavíkur!

    Eins og einhverjir muna sjálfsagt eftir þá fraus í leiðslunum í ísklifurturninum í Gufunesi seinasta vetur og var það að lokum leyst með því að festa hitavír við vatnsslönguna. Þetta vandamál ætti að vera úr sögunni þennan vetur þar sem ákveðið hefur verið að setja hitastýringu á kranann og ætti turninn þá að vera nokkuð sjálfbær í vetur.

    Ákveðið var að festa kaup á svokölluðum Ice Holdz klifurgripum sem sett hafa verið upp inni í klifurhúsi. Þetta eru grip sem má (og á að) höggva í. Ísalparar hafa í kjölfarið fjölmennt í klifurhúsið á miðvikudagskvöldum og í hádeginu, en þá er í lagi að vera þungvopnaður þar (þ.e. með axir). Hvet þá sem ekki hafa kíkt að taka næsta miðvikudagskvöld frá og dusta rykið af öxunum.

    Ekki er enn búið að skipa ritnefnd ársritsins og auglýsir stjórn því enn eftir áhugasömum í það hlutverk.

    Formlegur undirbúningur ísfestivals er ekki hafinn af alvöru en við erum þó farin að líta í kringum okkur varðandi staðsetningu. Nefna má að bóndinn í Köldukinn hefur haft samband og hefur áhuga á því að halda festivalið í ár. Ef einhverjir hafa mjög sterkar skoðanir um staðsetningu má endilega koma með tillögur (fyrr en síðar).

    Loks er stefnt á að hafa nýliðaferð á Kistufellið laugardaginn 24. nóv (með sunnudaginn til vara). Þetta er kjörið tækifæri fyrir nýja félaga til þess að hitta reynsluboltana læra rétt handtök af þeim. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta, enda fátt betra en að skella sér í skottúr upp á fjall áður en fólk sekkur ofan í námsbækurnar í desember.

    Nóg í bili!

    #57935
    0111823999
    Member

    Heihei!

    Gaman að sjá að það er nóg um að vera :)

    Veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf svo gaman að hitta fólk! Var að spá hvort það væri ekki stemming fyrir því að hafa Isalp kvöld bráðlega, t.d. sýna eitthvað af þessum mega flottu videoum sem fólk er alltaf að búa til á tjaldi, drekka te og borða kexkökur?

    I think it is time for tea :)

    Kveðja,
    HelgaM

    #57937
    Skabbi
    Participant

    Ég fokkíngs elska te!

    Skabbi

    #57938
    0703784699
    Member

    Verður það ice tea?

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.