Framboð til stjórnar

Home Forums Umræður Almennt Framboð til stjórnar

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47590
    Freyr Ingi
    Participant

    Kæru félagar.

    Vakin er athygli á því að á aðalfundi munu 5 stjórnarmenn víkja sæti eftir margra ára starf, þar með talinn formaðurinn.
    Nú er tækifærið fyrir nýtt og áhugasamt fólk til að móta starf ÍSALP með setu í stjórn.
    Samkvæmt lögum skulu framboð til stjórnar berast uppstillingarnefnd minnst 10 dögum fyrir aðalfund.

    Nú geta glöggir menn séð að nú eru minna en 10 dagar til aðalfundar og Því hefur fresturinn verið lengdur og til 14. febrúar.

    Greina skal frá framboði með tölvupósti til stjórnar Ísalp (stjorn@isalp.is) og æskilegt er að viðkomandi kynni sig hér á þessum spjallþræði.

    ,,Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.”

    Núverandi stjórn hvetur alla félaga ÍSALP til að íhuga framboð.

    kv,
    Formaðurinn

    #56303
    1811843029
    Member

    Kæru félagar

    Eigum við ekki að gera þetta að alvöru framboðs þráð með fagurgala og loforðum.

    Fráfarandi stjórn hefur unnið frábært starf í þágu íslensks fjallafólks. Þau eiga þakkir skilið fyrir að halda á floti starfi Isalp.

    Eg gef kost á mér til formanns Isalp ef klúbbfélagar treysta mér í það hlutverk. Fyrir þá sem þekkja mig ekki hef ég verið viðloðandi fjallamennskuna undanfarin ár, er formaður undanfara flokks Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og starfa hjá Islenskum fjallaleiðsögumönnum.

    Mig langar að bjóða tíma minn og krafta til að halda áfram góðu starfi fráfarandi stjórnar. Það er gaman að vera í Isalp.

    Kveðja,

    Atli Pálsson

    #56306
    Skabbi
    Participant

    Kúl, takk!

    Vonandi fáum við að heyra í fleirum sem hafa áhuga á stjórnarsetu. Það er gaman, í alvöru.

    Skabbi

    #56313
    0703784699
    Member

    Það er kannski á svona tímum sem vert að huga að því hvað menn og konur vilja fá útúr Ísalp?

    Er þetta samkomuklúbbur sem stendur f. ýmsum atburðum og/eða þrýstihópur sem berst f. framgangi fjallamennsku hér á landi, tryggingum f. félagsmenn og fleira sem mér dettur svo sem ekki í hug akkúrat núna. En það væri gaman að heyra í fólki.

    Hvað segir til dæmis landsbyggðin um Ísalp, hefur klúbburinn verið að sinna þeirra þörfum? Hvað væri hægt að gera betur?

    Samtarf við erlenda klúbba?

    Það er stutt í aðalfund og því gaman að taka þessa umræðu upp,

    Himmi

    PS: svo heyrði ég af því að einn gildur meðlimur í klúbbnum sé farinn að skrifa greinar og vinna við heimasíðu hjá einu af stærri klifurblöðunum. Flott framtak það….

    #56317
    1908803629
    Participant

    Gott að sjá að þessi umræða er farin af stað – vonandi láta fleiri sjá sig sem frambjóðendur til að fylgja eftir góðu starfi fráfarandi stjórnar.

    Varðandi áherslur í starfseminni þá er held ég lykilatriði númer 1 – Keep up the good work, enda hefur stjórnin gert góða hluti síðastliðin ár.

    Því til viðbótar hef ég velt því fyrir mér hvort efla mætti mál er snúa að öryggi á fjöllum sem samtvinnast við leiðarvísa og þess háttar. Það er auðvitað hellingur búinn að gerast en í samanburði við útlöndin er hugsanlega sóknartækifæri hér.

    Svo er ég alltaf að velta fyrir mér hvort styrkja mætti tengingu við klifurhúsið og alla elítu klettaklifrarana sem virðast hafa fjarað svolítið frá Ísalp síðastliðin ár og spurning er hvernig “nýliðun” í alpinismann sé í dag sbr. við hvernig það var fyrir 5-10 árum. Er hugsanlega stór hluti efnilegra klifrara að stefna í sportklifrið eingöngu?

    Þetta var svona top of mind… En Himmi – hvenær býður þú þig fram til stjórnar?

    #56318
    1811843029
    Member

    Þetta er ekki galin umræða hjá Himma.

    Ísalp er félagið okkar og á að vera akkúrat það sem við viljum.

    Mér sjálfum finnst mikilvægast að Ísalp sé félag sem er gaman að vera með í. Svo er spurning hvað við viljum að klúbburinn geri fyrir félagsmenn. Tryggingar, samstarf við aðra klúbba, leiðaskráning, saga Íslenskrar fjallamennsku, skálar, ferðastyrkir og umhverfismál/aðgengi eru málefni sem mér detta í hug einmitt núna.

    Hér má eflaust telja margt fleira en klúbburinn getur auðvitað ekki sinnt öllu.

    Hvað finnst ykkur?

    Atli Páls.

    #56325
    Robbi
    Participant

    Sælir félagar.

    Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem formaður Íslenska Alpaklúbbsins. Svo ég segi nú aðeins frá mér þá heiti ég Róbert Halldórsson og hef að mestu leyti verið kenndur við ísklifur á Íslandi. Ég byrjaði að klifra í klett 2001 og stuttu síðar fékk ég áhuga á ísklifri. Ég hef verið virkur meðlimur í klúbbnum mest allan tíman, svona þegar ég er á landinu en ég hef verið að elta áhugamálið víða um heim.

    Mér finnst mikilvægt að merkjum Ísalp sé haldið á lofti til að gæta hagsmuni íslenskra fjallamanna. Tryggja þarf að nýliðun eigi sér stað og auðvelda aðgengi að klúbbnum, auk þess að fjallamennskan sé kynnt fyrir hinum almenna borgara.

    Stutt og laggott,

    Robbi

    #56327
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég var að lesa í gegnum lögin.

    Náði einhver að bjóða sig fram tíu dögum fyrir aðalfund?
    Hann væri sjálfkjörinn svo lengi sem ekki sé offramboð af stjórnarmönnum.

    kv.
    p

    #56330
    Freyr Ingi
    Participant

    Rétt hjá þér Palli. En það voru engin formleg framboð komin inn áður en ég stofnaði þennan þráð hér á umræðusíðunum.

    Þannig að … á aðalfundinum verður gerð grein fyrir stöðu mála, þ.e. að undantekning hafi verið gerð á fresti til að skila inn framboði og svo verður að gengið til kosninga og annarra aðalfundastarfa.

    Fjölmennum á aðalfundinn.

    #56332
    2308862109
    Participant

    Sæl öll sömul

    Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig þá heiti ég Halldór Albertsson, 24 ára gamall árbæingur. Ég hef stundað fjallamennsku síðan 2005, mest heillaður af ísklifri.

    Ísalp er frábær klúbbur sem heldur uppi góðu starfi sem ég vill taka þátt í að halda við og bæta. Þess vegna býð ég mig fram í stjórn Ísalp.

    Kv Dóri

    #56336
    0502833219
    Member

    Halló

    Fyrir þá sem ekki mig þekkja, heiti ég Sigurður Kristjánsson er ný orðinn 28ára. Ég er aðstoðar hópstjóri undanfara í björgunarsveitinni Ársæll og hef séð um þjálfun nýliðana þar á bæ síðustu tvo vetra.
    Áhuginn minn er mestur á ís- og alpaklifri. Ég starfa sem leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.

    Ég bíð mig fram í stjón ísalp, ísalp er flottur klúbbur sem mig langar að vinna fyrir.

    Kv.
    Siggi

    #56337
    1908803629
    Participant

    Þetta er glæsilegt – flottur hópur sem er búinn að bjóða sig fram – Ísalp virðist ætla að vera í góðum höndum.

    Vil þó vekja athygli á því að rjóminn af þeim sem eru að bjóða sig fram, og eru þegar í stjórn, eru ísklifrarar að grunni til (held ég alla vega). Þannig að ef klifrarar, telemarkarar, fjallaskíðamenn og hugsanlega alpafjallamenn og konur (er ég að gleyma einhverjum?) vilja tryggja sinn talsmann í stjórninni þá er ekki seinna vænna að “sjanghæja” einhvern til þess að bjóða sig fram og tryggja þannig jafnvægi í störfum og áherslum stjórnar.

    #56340

    Stelpur… engin ykkar að bjóða sig fram? Ómögulegt að þessir stjórnarfundir verði bara sveitt pungakvöld.

    #56342
    0808794749
    Member

    sammála Bjögga.
    Nú vantar bara að stelpur gefi kost á sér…

    Allra best væri að stjórnin endurspegli þá fjölbreyttu flóru fjallafólks sem er í ÍSALP.

    Í klúbbnum eru ungir, gamlir, nýliðar, reynsluboltar, félagsmálatröll og feimnispúkar, talnaglöggir, skipulagsglaðir, hugmyndaríkir, pennar, tæknigúru, háværir, duglegir og sveittir fjallakarlar og konur og við viljum gjarnan sjá sem flesta bjóða sig fram til stjórnarsetu.

    Takkogble

    #56345
    James McEwan
    Member

    G’day,

    Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig þá heiti ég James McEwan, 25 ára gamall nýsjálendingur. Ég hef stundað fjallamennsku síðan 2004, mest heillaður af klettaklifri.
    Og ég ætla að bjóða mig fram í stjórn Ísalp

    Cheers,

    James

    #56346
    James McEwan
    Member

    P.s.

    Ég er stelpa.

    Cheers

    #56347
    Karl
    Participant

    Helvíti er það magnað að framboð sé meira en eftirspurn.

    Á árum áður voru menn yfirleitt Shanghæjaðir í djobbið…

    #56349
    1908803629
    Participant

    Sælt verið fólkið,

    Ég held barasta að mig langi að bætast við þennan flotta hóp sem er búinn að bjóða sig fram til stjórnar og býð mig því fram.

    Ég hrífst af flestu sem viðkemur fjallamennsku, þ.e. klettaklifur, ísklifur, fjallgöngur, alpamennsku og fjallaskíðun og hef verið í þessu príli síðan 2004 þó ég hafi ekki komist alvarlega á strik fyrr en 2008 og er svossem hálfgerður amatör á sumum sviðum.

    Ég var í stjórn ísalp 2007-2008 og tók þátt í uppbyggingarstarfinu sem hófst þá og hefur staðið yfir síðan. Ég hef mikinn áhuga á starfsemi félagsins og vil endilega taka þátt í og fylgja eftir því góða starfi sem hefur verið í gangi.

    Ég hripaði niður nokkrar top of mind áherslur fyrr í þessu spjalli en ég held að mitt helsta áhugamál fyrir félagið sé að unnið verði að enn frekari leiðaskráningu, gerð leiðarvísa, samantekt á þeim og þar með stuðla að öryggi á fjöllum samfara því að gera fjallamennsku á Íslandi aðgengilegri.

    Annars tek ég undir með hinum – það er gaman að vera í Ísalp og vonandi getur ný stjórn gert hana enn skemmtilegri ;-)

    #56355
    Skabbi
    Participant

    Helvíti líst mér vel á ykkur piltar, þið eigið eftir að gera góða hluti. Stjórnarsætin eru fullmönnuð sem er mjög gott. Við erum hinsvegar með offramboð á stjórnarmönnum svo að við fáum að kjósa, sem er reyndar líka gott. Kosningar eru móðins í dag.

    Það er ekki úr vegi að formannsframbjóðendur skerpi ögn á sínum eigin áherslum til að auðvelda okkur hinum valið.

    Atli Pálsson wrote:

    Quote:

    Eg gef kost á mér til formanns Isalp ef klúbbfélagar treysta mér í það hlutverk…

    Mig langar að bjóða tíma minn og krafta til að halda áfram góðu starfi fráfarandi stjórnar. Það er gaman að vera í Isalp.

    Atli, er e-ð sérstakt sem þú vilt breyta í starfsemi Ísalp næsta árið eða nýjar áherslur sem þú vilt bæta við?

    Róbert Halldórsson wrote:

    Quote:

    Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem formaður Íslenska Alpaklúbbsins…

    Mér finnst mikilvægt að merkjum Ísalp sé haldið á lofti til að gæta hagsmuni íslenskra fjallamanna. Tryggja þarf að nýliðun eigi sér stað og auðvelda aðgengi að klúbbnum, auk þess að fjallamennskan sé kynnt fyrir hinum almenna borgara.

    Robbi, hefur þú e-r sérstakar hugmyndir um það hvernig eigi að gera Ísalp sýnilegra og auka nýgengi í klúbbnum?

    Ykkur er að sjálfsögðu frjálst að svara spurningum sem ég beini til ykkar beggja. Eins væri gaman að sjá hugmyndir annara tilvonandi stjórnarmanna.

    Allez Ísalp!

    Skabbi

    #56356
    1811843029
    Member

    Góður Skabbi, það er ekki nema sjálfsagt að frambjóðendur svari spurningum.

    Varðandi starf Isalp næsta árið eða tvö finnst mér mikilvægt að viðhalda því starfi sem nú þegar er í gangi. Undanfarin ár hefur klúbburinn dafnað vel og því þarf að halda við. Auðvitað kemur nýtt fólk með nýjar áherslur en það má ekki vera á kostnað þess starfs nú þegar er í gangi.

    Eg hef áhuga á að auka sambandið við fyrri kynskóðir Isalpara, nýliðun er nauðsynleg en það má ekki heldur týna þeim sem fyrir eru. Myndakvöld, fyrirlestrar, ferðir og hvaðeina með “eldri” félögum er eitthvað sem ég er spenntur fyrir.

    Nú á Isalp svaka flottan skála í Tindfjöllum en félagar virðast ekki nota hann mikið. Mig langar að koma á Isalp ferðum í Tindfjöllin, skíða, klifra og nota fína húsið okkar. Einnig þarf að skoða hvað við viljum gera við Bratta áður en hann breytist í ryk.

    Annað mál sem vert er að skoða er aðgengi að klifursvæðum á Islandi, Valshamar og Spori eru dæmi um svæði sem er mikið sótt í og mikilvægt að klifrarar og landeigendur lifi í sátt og samlyndi. Þar getur Isalp komið til og miðlað málum.

    Þetta er það helsta sem á mér brennur þessa dagana.

    Sjáumst á aðalfundi!

    Atli Páls.

    #56357
    0310862139
    Member

    Sælir félagar,

    Mér skilst að hin árlega keppni um skíðabikarinn sé hjá undanförum á sama tíma á morgunn?
    Á hvað á maður að mæta?

    Annar styð ég þetta flotta úrval frambjóðenda í stjórn Ísalps.

    kv. Haukur

    #56358
    1811843029
    Member

    Skíðakeppninni hefur verið frestað um viku svo menn komist á fundinn.

    #56359
    Steinar Sig.
    Member

    Frábært að fá alla þessa frambjóðendur og ég get ekki sagt annað en að mér lítist ágætlega á þá. Jafnvel þó ég þekki þá flesta.

    En ég er sammála Skabba það vantar fleiri kosningaloforð. Annars verður þetta bara vinsældakosning.

    Helstu mál sem mér finnst skipta máli eru:

    Skálamál – Á að gera eitthvað við Bratta eða setja minningarstein? Hvernig næst betri nýting í Tindfjöllum? Stækka markhópinn eða draga Ísalpara þangað?

    Vefsíðan – Hún er góð, er það ekki?

    Afslættir – Hvar fá Ísalparar afslátt? Er hægt að fjölga þeim stöðum eða jafnvel fækka gegn loforði um meiri afslátt. Útvega afslætti í skálum. T.d. FÍ og Útivistarskálum að vetri ef ekki að sumri. Fá það í gegn hjá íslensku flugfélögunum að klifurbúnaður njóti sömu kjara og gólfsett, stangarstökksstangir, skíði og reiðhjól.

    Tryggingar – Hvernig eru Ísalparar tryggðir heima og erlendis. Ísalp ætti að gefa út ráðleggingar. Flottast væri að semja við tryggingafélög eða mynda einhver tengsl við erlenda klúbba sem eru með tryggingar.

    Nýliðun – Er hún nóg? Er hægt að auka hana og þá hvernig. Koma okkur meira í fjölmiðla? Fjölmiðlar taka fegnir á móti efni sem er matað ofan í þá.

    Leiðarvísar – Hafsjór upplýsinga er í gömlum Ísalpritum. Nokkrir góðir klettaleiðarvísar hafa verið gefnir út. Ættu þessar upplýsingar að vera útgefnar á ensku?

    Merkja markaðssetning – Við eigum flott logo. Í fyrra eða einhverntíman fengu allir límmiða. Það var frábært. Meira svoleiðis?

    Púlkur – Hvernig púlkur eru bestar? Er hægt að klára þá umræðu?

    #56360
    0310862139
    Member

    Kúl.
    Kv.Haukur

    #56364
    Smári
    Participant

    Hvernig var aftur með utankjörfundaratkvæði, var það eitthvað sem komst í gegn?

    kv. Smári

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 30 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.