Re: Svar:Splitboard

Home Forums Umræður Skíði og bretti Splitboard Re: Svar:Splitboard

#54705
0703784699
Member

Hef nokkrum sinnum ljáð máls á þessu hér á síðum Ísalp.

Í stuttu.
[ul]Alger snilld, ef þú ert meiri brettamaður en skíðamaður að þá skelltu þér á eitt stykki, kom mér á óvart hvað þetta var þægilegt, fór framúr mínum björtustu vonum
þetta með skóna, það segir sig sjálft að maður skíðar ekki á stífum skóm á brettum í dag og því er vandamálið með að ganga upp í harðfenni frekar snúið nema með því að fá sér ólabrodda, harka af sér og ganga upp á kantinum alla leið eða vera heima
Eina vitið er í festingunum frá Voile, svo er þitt valið með bretti (burton eða Voile) og getur notað gömlu snjóbrettabindingarnar þínar á þetta eða sömu og þú ert á í Bláfjöllum á hinu brettinu þínu
Eini ókosturinn er þegar þú lendir á flata að þá getur þú ekki skautað áfram einsog skíðamennirnir og þarft að eyða tíma í að setja þig í göngustellingar og svo skipta aftur þegar hallar undan fæti
þetta er örugglega ekki ódýr búnaður á núverandi gengi, en vel þess virði og ódýrara en að koma sér upp setti af spes fjallaskíðaskóm, skíðum og bindingum og svo líka brautarsetti þar sem þú getur notað sömu skóna og bindingarnar en þarft bara split-kit-ið og split-bretti
þetta með að endarnir hreyfast, er að það sem á að halda brettinu saman fremst og aftast hefur átt það til að losna á nokkrum brettum (búið að koma því áleiðis innan Burton þannig að það ætti að vera í vinnslu að laga það) þegar skíðað er í hörðum snjó. Þeas víbringurinn hefur leyst plastklemmuna sem er á nose/tail og þegar það gerist að þá verður brettið ekki eins stíft (sem er það sem þú vilt í harðfenni, stíft bretti). En þetta er auðveldlega hægt að fiffa, með bandspotta eða einhverju.
[/ul]

Enjoy
Himmi