Re: Svar:Nýjar leiðir

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010 Re: Svar:Nýjar leiðir

#55011
Sissi
Moderator

Icesave (Ísbjörg), WI3, 205 metrar.

Staðsetning:
Austanverð Kjós (sjá neðar)

FF(?):
Sveinn Fr. Sveinsson (Sissi), Freyr Ingi Björnsson, Brynjúlfur Jónatansson.

Lýsing leiðar:
4 spannir: 50 metrar upp að gilinu / 55 m. /40 m. / 60 m. (íslaust að hluta).

Mynd (var í einhverju veseni með að koma henni hérna inn)

Aðkoma að leiðum í austanverðri Kjós
Ekið eftir Þingvallavegi, beygt til norðurs inn á Kjósarskarðsveg (48), beygt til austurs við afleggjara að Hækingsdal, Hlíðarás og Klörustöðum. Beygt til hægri, yfir litla brú (lokað með stöng sem er ólæst, munið að loka henni aftur), að sumarbústöðunum (þar er gengið að Ásláki), áfram ógreinilegan slóða með hlíðinni þar til komið er að mjög þröngu og löngu gili með greinilegri íslínu, Icesave. Hlíðin heitir Grenihlíð og gilið hugsanlega Ketilsskora. Ef ekið er áfram er komið að Hrynjanda.

Nánari lýsing
Þægilegt klifur, hentug leið til að sýna byrjendum réttu handtökin eða stíga fyrstu spor í fjölspannaklifri, létt brölt með 3 gr. höftum inn á milli. Fyrstu 3 spannirnar eru mestmegnis í ís en þar sem gilið er þröngt er þunnt á köflum og hægt að notast við mosa og berg af og til. Fjórða spönn hófst á íshafti, síðan brölt upp íslausan kafla og smá ís upp á brún.

Leiðin var frumfarin nokkrum mínútum eftir að forseti Íslands neitaði að skrifa undir Icesave lögin hin síðari og þótti nafnið því við hæfi.

Niðurleið
Gengum niður norðan við leiðina, það er líklega hentugast. Skemmtileg ævintýraleið, flottur karakter og umhverfi.

Kveðja,
Sissi, Freysi og Billi