Re: Svar:Ísfestival – tímasetning

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestival – tímasetning Re: Svar:Ísfestival – tímasetning

#54996
Skabbi
Participant

Páll Sveinsson skrifar:

Quote:
Ísfestvalið er viðburður sem enginn má missa af.
Nú er það viku seinna enn í fyrra og hitti skemtilega á sama tíma og vetrarfrí skóla á höfuðborgarsvæðinu.

Því miður fyrir mig verður enn meiri vinna að prúta um frítma þessa daga.

kv.
Palli

Það er hárrétt hjá Palla, ísfestivalið er atburður sem enginn má missa af.

Þegar stjórnin settist niður í haust og lagði drög að vetrardagskránni var miðað við svipaðan tíma og síðustu ár, uppúr miðjum febrúar. Sem eini meðlimur stjórnar með barn á grunnskólaaldri veit ég uppá mig skömmina, ég er einfaldlega fullkominn rati þegar kemur að svona skipulagningu.

Ef tímasetningin á festivalinu hentar klúbbfélögum almennt mjög illa er sjálfsagt að taka það til skoðunar. Það verður hinsvegar erfitt að finna tímasetningu sem hentar öllum fullkomnlega.

Allez!

Skabbi