Re: svar: Vinnu- og skemmtiferð í Tvíburagil

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Vinnu- og skemmtiferð í Tvíburagil Re: svar: Vinnu- og skemmtiferð í Tvíburagil

#53549
AB
Participant

Það er kannski heldur vafasamt að berja niður ís úr leiðum þegar aðstæður eru slæmar fyrir! En í þessu tilfelli var tilgangurinn góður.

Jú, Skabbi, við gátum ekki annað en gætt okkur á þessari gourmet-leið með nýju boltunum. Ég er ekki frá því að hún sé betri svona heldur en með löngum sling fram af syllu!

Leiðin er í skemmtilegum aðstæðum; ísinn neðst er temmilega þunnur og því tæknilega krefjandi, klettarnir lausir við snjó og óþarfa ís (stundum myndast ís í sprungunni sem getur torveldað klifrið. Þá gæti verið ráð að síga fyrst og berja hann niður). Svo er fríhangandi kertið efst akkúrat passlega stórt.

Þótt þessi leið sé ekki auðveld þá er öllum óhætt að prófa, enda liggja boltarnir þétt og bratti klettanna það mikill að fall er ekki áhyggjuefni.

Ég hlakka mjög til að heyra frá þeim sem skella sér í Ólympíska félagið:

25 mín akstur + 15 mín aðkoma + 60 mín klifur + 10 mín í bíl + 25 mín akstur heim + 15 mín eitthvað bull


= 150 mín = 2:30 klst.

Þetta er bara eins og að fara í ræktina!

Kveðja,

Andri