Re: svar: Touching the Void

Home Forums Umræður Almennt Touching the Void Re: svar: Touching the Void

#48295
2806763069
Member

humm, þið leiðsögumenn ættuð nú aðeins að fara að glugga í sögubækurnar ykkar. Umrædd mynd er gerð eftir bók Joe Simpson og fjallar aðeins um einn mann sem kemst ekki alveg yfir móðuna miklu þrátt fyrir ansi góðar tilraunir. Hann er einnig ekki að príla í Himalaya heldur Cordillerunni eða nánar tiltekið Perú. Helv. góð bók, þú ættir að glugga í hana við tækifæri Jökull, þið Joe eigið ýmislegt sameiginlegt.
Ein af seinni bókunum hans, dark shadows falling (ábirgist ekki stafsetninguna sem er augljóslega ekki mín sterka hlið) er einnig mjög áhugaverð lesning fyrir tilvonandi fjallaleiðsögumenn.

Annars væri ég mjög sáttur við að sjá þessa mynd og tel að hún væri skref í rétt átt til að sýna fólki að fjallamennska er ekki bara að dömpa krökkunum sínum í klifurhúsið og svo að plampa með kút á Allraefst, Nei fjallamennska snýst um að finna einhverja fáránlega erfiða og hættulega leið, ganga með hana í maganum í mörg ár þangað til verkurinn yfirgnæfir skynsemina og maður lætur loks til skara skríða með hjartað í buxunum, kemur sér í heljarinnar vandræði og með smá heppni sleppur lifandi frá öllu saman til að geta gortað af því á Ísalp fylleríum. Ef maður er mjög heppinn og mjög vitfyrtur nær maður jafnvel að klára leiðina. Eða svo segir Joe kallinn, bara í fleirri og vel valdari orðum.

Svona þar sem ég er byrjaður á að predika og vantar tilfinnanlega að fá útrás þá er rétt að kvetja fólk til að glugga í fjallabækurnar. Þær eru ekki eingöngu góð skemmtun heldur gefa líka góða innsýni í hversu mikið maður á að geta lagt á sig. Ef maður hefur lesið nógu margar fjallasögur kemur aldrei upp sú aðstaða að ekki sé hægt að hugsa til einnar af hetjunum og segja við sjáfan sig að hún [hetjan] hefði nú varla talið þetta mikið mál. Þannig verða allar aðstæður léttvæg þjáning sem auðvelt er að yfirstíga á leiðinni á toppinn.

En hvern er ég að reyna að blekkja að predika þetta fyrir iðkendum sem eru álíka metnaðarlausir og fótboltalið frá Selfossi (fjallaleiðsögumennirnir okkar í útlandinu eru auðvitað undanskildir þessu skoti, en eiginlega engin annar)?