Re: svar: Þríhnjúkahellir

Home Forums Umræður Almennt Þríhnjúkahellir Re: svar: Þríhnjúkahellir

#51678
Karl
Participant

Ef menn eru á annað borð að rifja upp þessar Zúkkuhífingar þá er einsgott að segja þessa sögu eins og ég man hana.

Aðdragandi var sá að BÓ, Palli Sveins, Einar Dan skuggamyndasmiður og þeir bræður Árni og Einar Stefánssynir voru staddir í Þríhnjúkahelli og ég ákvað að heilsa upp á þá.
Árni Alf slóst í hópinn snemma dags og virkaði frekar “syfjaður”. Þegar hann steig út úr bílnum við Þríhnjúkahellinn var hann hinsveg all verulega ölvaður. Hann hafði ekki viljað standa í þessu brölti skelþunnur svo hann skellti í sig einni vodkaflösku í forstofunni heimahjásér áður en hann kom út í bíl. Ég reyndi eftir megni að halda honum frá gígbarminum, fól honum meðal annars það verkefni að tjakka upp Zúkkuna og skella beru felgunni undir. Uþb. sem ég var búinn að græja brúnahjólin kom Árni uppeftir og sagði að felgan passaði ekki. Ég fylgdi honum niður og sá að hann hafði ekki bara tekið annað afturdekkið undan Súkkunni, -hann hafði líka tekið bremsuskálina og gat engan vegið fest Rússafelguna á beran afturöxulinn. Ég skellti bremsuskálinni á og síðan felgunni, gerði kláran back-up júmmarann og blökk sem stýrði bandinu inná felguna. Árni vafraði síðan e-h um gígbarminn og ég var skíthræddur um að hann dytti niður. Í þessari stöðu taldi ég öruggast að senda Árna niður í hellinn, -hann væri mikið öruggari þar heldur en á gígbarminum -Það væri hvort eð er ekkert mál að hala helvítið upp. Sagan af sigferðinni er svo skráð hér að ofan.
Þegar Árni var kominn ofaní svart gímaldið með eina ljóstýru á hjálminu rambaði hann fram á Palla sem átti alls ekki von góðglöðum skíðamanni slagandi um hanarbrotnum í þessum snjólausa heimshluta.
Palli júmmaði upp og átti víst alveg eins von á e-h Atlavíkursamkomu á gígbrúninni.
Af okkar manni er það að frétta að hann ranglaði niður í dýpstu afkima helisins og rakst þar á marga samansúrraða álstiga sem zikkzökkuðu á víxl upp e-h lóðréttan skorstein hvar uppi voru e-h ljóstýrur hjá hellaköppunum sem voru þarna í hugumstóru og krefjandi rannsóknarferð á riðandi málarastigum. Árni skellti sér að sjálfsögðu upp stigana til að bjóða góðan daginn og spjalla, en skildi ekkert í því hvað rannsóknarmennirni voru tæpir á tauginni…

Að drjúgum tíma liðnum var Árni tilbúinn til hífingar. Eftir hálfa hífingu bað hann um stopp. Hellakönnuðarnir höfðu lagt blátt bann við að við höluðum upp línuna þeirra og náði Árni að flækja sig í henni á uppleiðinni. Eftir langt stopp sagði Árni okkur Palla að halda bara áfram að hífa.
Þegar hann kom upp að munnanum var hann hinsvegar orðinn ósjálfbjarga vegna þess að hann hafði ekki greit úr laukalínunni, heldur var hann orðinn innpakkaður líkt og köngulær pakkan innn flugum í vef sínum. Hann var því dreginn eins og hveitisekkur upp á brún og lá þar afvelta um stund þar til lirfan náði að brjótast úr púpunni.

Þegar þarna var komið báðu Hellamenn okkur um að hífa þá Árna Stef og Einar upp á HANDAFLI. Þeim þótu þessar hátæknitilfæringar og kaupstarlyktin mjög vafasamar.
Þessari handavinnubeiðni var að sjálfsögðu vísað til helvítis en þeim að sjálfsögðu boðið far með Zúkkunni. Eftir bílfarm af japli, juði og nöldri fengust þeir þó til að leyfa okkur að hífa glingrið sitt upp. Þeir pössuðu ekki uppá að miðjustilla heysið og því slóust stigarinr nokkuð utan í gosrásina með meðfylgjandi grjóthruni.
Ekki jók það tiltrú þeirra á vélvæddri hellamennsku og þeir fóru aftur framm á handhífingu á skrokkunum.
Því náði ég til að svara með svo massífum skætingi,
að á endanum var ekk stætt á öðru fyrir BÓ en að binda sig í línuna (Ég hefði gjarnan viljað eiga þessi frýjunarorð á spólu). Þegar BÓ gaf merki um að það mætti hífa, þá spurði ég ofursakleysislega hvort hann vildi koma í fyrsta eða öðrum gír?
-Það hefur alltaf verið mér undrunarefni hverni BÓ gat spítt því útúrsér með bæði samanbitnum tönnum og vörum.. -“FYRSTA GÍR HELVÍTIÐ ÞITT”.

Því er svo skemst frá að segja að hífingarnar á þeim félögum gengu eins og í sögu og hafa svipaðar aðferðir oft verið notaðar síðar.

Sjálfur fékk ég bara stutta skreppu niður í hellinn í það skiptið. Það er í eina skiptið sem ég upplifði þokkalegt vélarafl í Zúkkunii þegar BÓ skipti í annangír og botnaði helvítis drusluna með mig á leiðinni upp… -halft hestafl á kíló er hálfdrættingur á við formúlubíl!
Það var líklega sanngjarnt eftir ræðuna sem ég flutti í talstöðina skömmu áður….

Kalli