Re: svar: Stóri Bróðir

Home Forums Umræður Almennt Stóri Bróðir Re: svar: Stóri Bróðir

#51645
1610573719
Member

Ég á ekki til eitt einasta orð. Loka jöklinum!!!!!. Hvernig í ósköpunum ætla þessir menn að fá mannskap til að koma í veg fyrir að ég fari á næstunni upp Svínafellsjökulinn og upp Svínahrygg. Ég á eftir að gera það í mínu verkefni. Mér þætti bara gaman að sjá þá reyna. Ef þeir loka jöklinum fer ég bara upp Morárdal og fer löngu leiðina. Að loka jöklinum er álíka viturlegt og banna fólki að keyra bíl ef dauðaslys verða.
Þessir merku menn hjá Landsbjörgu(sem eru að vísu að gera mjög gott starf) ættu kannski að tala við okkur klifrara betur til þess að vita hver örlög þessara manna hafa líklegast orðið.
Þeir segja að líklegast sé að þeir séu ofan í sprungu eða svelg.
Ég spyr ykkur klifrara. Þegar þið hafið klifrað(sigið) ofan í sprungu eða svelg farið þið þá allir ofan í??? Takið þið alltaf allt dótið ykkar með ykkur niður? Ég hef margoft sigið ofan í svelg en aldrei dottið í hug að taka allt dótið mitt með mér. Ef ég er eingöngu með einum öðrum dytti mér aldrei í hug að við báðir færum ofan í samtímis.
Ef ég er að ganga á slæmu sprungusvæði(sem ég gerði í gær á Skálafellsjökli) þá göngum við alltaf hver á eftir öðrum. Ef einn fer ofan í sprungu er annar til frásagnar. Ef við erum í línu er það ekki mjög erfitt mál að halda manni sem dinglar í sprungu og ná honum upp. Fyrir tvo menn að fara í einu ofan í sprungu er annað hvort alveg ótrúleg ólukka eða nánast ómögulegt.
Hvað hefur þá gerst? Ég ætla nú ekki að fara að segja mig í spámannssætið en segja líklegast sé á klifurslysi eða að hafa fengið yfir sig ísblokk á stærð við einbýlishús sem er nóg af þarna í ísfallinu fyrir vestan Tindaborgina(Kirkjuna). Ég veit bara þegar einhver missti út úr sér að Virkisjökull væri svo sprunginn að hann væri bara fyrir sérþjálfaða fjallamenn að þá fór maður að hugsa sig tvisvar um. Ég hef farið með 20 hópa af algerlega óvönu fólki yfir Virkisjökul og aldrei dottið í hug að segja mannbrodda á nokkurn mann.
Ég vil nú taka ofan af fyrir þeim sem klifruðu Hrútfjallið á þessum tíma það var hrauslega gert.

Kveðja Olli,.