Re: svar: Sósíalstemning í Tvíburagili

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Sósíalstemning í Tvíburagili Re: svar: Sósíalstemning í Tvíburagili

#53563
Siggi Tommi
Participant

Já, það er engin lygi að veður var með versta móti. Skíta fjúk og misvindasamt þannig að bunurnar úr kertunum fuku um allt og varla þurran blett að finna undir klettunum né á spjörunum.
En Ólympíska félagið fékk alltént sína aðra rauðpunktun og er það vel. Byssurnar á ungstirninu þoldu ekki sýruna sem Fjelagið bauð upp á svo hann laut í gras en hyggur á hefndir hið fyrsta.
Tek undir með Andra og co. að leiðin er virkilega skemmtileg. Klassaklifur upp slúttið og kertið uppi skemmtilegt. Eina sem skyggir á er mega hvíldarsyllan eftir slúttið en það var svosem kærkomið að fá hana eftir pumpuna. Gráðan var aðeins rædd þarna og voru menn á þessu erfið M6 alla vega og jafnvel M7 þó við höfum afar lítið til að byggja á eins og komið hefur fram.
Þó nokkur föll voru tekin, eitt sem endaði á hvolfi og annað næstum með grándi í fyrsta bolta – gaman að því. Það verður að lifa á brúninni til að njóta lífsins… :)

Andri og Freysi muldu úr einhverju framtíðarprójekti sem vonandi klárast í vetur. Tvíburagilið ætti að geta boðið upp á 5-10 leiðir. Kannski ekki allar einhverjar gersemar en ábyggilega vel brúklegar sem æfingaleiðir enda það sem sárlega vantar hér kringum Gómorru.

Þökkum piltunum fyrir boltavinnuna, öllum sem eru limir í boltasjóðnum fyrir framlögin og skorum á alla sem telja sig mixtröll að reyna sig við hressleikann.