Re: svar: Slys í munkanum

Home Forums Umræður Klettaklifur Slys í munkanum Re: svar: Slys í munkanum

#53084
0311783479
Member

Halló

Gott að heyra að ekki fór verr.

Í útlandinu er oft siður á sportklifursvæðum að spengja lausar blokkir fastar við traustara berg með steypustyrktarjárnum. Ekki myndi ég segja að það væri mjög “dekóratívt” og að sama skapi veltir maður oft fyrir sér hversu langt er þangað til þær hrynja.

Ekki að ég sé að mæla með að fara í massa járnabindingu í Múkkanum…

Tek undir með fleirum hversu mikilvægt það er að skrá niður slys í fjallamennsku og skapa smá umræðu um þau til að fólk geti lært af. Ennfremur gæti það auðveldað íslenskum fjallamönnum, sem ekki eru í björgunarsveitum, að fá tryggingar á mannsæmandi verði hjá íslenskum tryggingafélögum ef til er statistík til að sýna fram á hversu fátíð þau eru nú.

kveðja
Halli