Re: svar: Skálamál

Home Forums Umræður Almennt Skálamál Re: svar: Skálamál

#48003
1410693309
Member

Varðandi þá hugmynd að komið verði fyrir litlu neyðarskýli í Tindfjöllum í stað þess að breyta skálanum, eins og rætt hefur verið um, þá er ég alls ekki að leggja til að ÍSALP komi upp og reki neyðarskýlið. Eitt af verkefnum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er að koma upp og reka neyðarskýli. Ef þörf er á opnu neyðarskýli á þessu svæði myndi ég telja að það stæði þessum samtökum næst að taka það verkefni að sér. Mér fyndist koma til greina að forráðamenn ÍSALP hefðu samband við Slysabjörgu, kynntu þá afstöðu ÍSALP að nauðsynlegt væri að læsa skálanum, og grennsluðust fyrir um hvort samtökin teldu rétt að á staðnum væri opið neyðarskýli. Persónulega tel ég að aðstæður geti verið þannig að mjög gott sé að geta komist í húsaskjól þarna þótt selið sé aðeins í 1,5 km fjarlægð. Ef Slysabjörg er á annarri skoðun er hins vegar spurning að hvaða marki ÍSALP á að bjarga málinu með hálfopnum skála…
Kv. Skúli Magg