Re: svar: Púður og snjóflóðahætta

Home Forums Umræður Skíði og bretti Púður og snjóflóðahætta Re: svar: Púður og snjóflóðahætta

#50905
1704704009
Member

Það verður ekki annað sagt en nokkurs feginleika gæti með útkomuna í Ísalpferðinni í gær. Snjóflóðahætta var víðsfjarri í Grafarfossi og Granna en um helgina voru að berast fréttir af snjóflóðum norðanlands og vestan – að ógleymdri Esjunni fyrir viku. (frétti af björgunarsveitamönnum í Þverfellshorni á sunnudagsmorgun. Veit ekki hvernig snjóalögum þeir mættu þar efra)

Það er að sjálfsögðu ekki óskastaða að vera hringla með dagskrá klúbbsins og láta yfirvofandi snjóflóðahættu hrekja sig úr einu horni í annað með tilheyrandi röskun fyrir þátttakendur. En spjallskrifarar hér á síðunni tóku vel við sér og miðluðu mikilvægum upplýsingum og þar sannaði sig vel þetta verkfæri sem vefurinn er.

Þátttakan í ferðinni var líka frábær og allir komu heilir heim. Það er ekki svo lítils virði fyrir svona klúbb. Vil þakka fyrir góðan dag og að sjálfsögðu góðar umræður í aðdragandanum.