Re: svar: Páskaklifur í grennd við Borgarnes

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Páskaklifur í grennd við Borgarnes Re: svar: Páskaklifur í grennd við Borgarnes

#54091
Siggi Tommi
Participant

Gott stöff. Flott lína.
Nú þekki ég þetta ekki sérlega vel en ég veit að Ívar og fleiri fóru í eitthvað sem kallast Bólaklettur í nágrenni Borgarness fyrir nokkrum árum. Veit ekki hvort staðsetningin á þessu stemmir.

Fór sjálfur með Robba í Búrfellshyrnu í Svarfaðardal á Skírdag. Endurtókum þar Ormarpartý, WI4, sem Jökull og einhver fóru fyrir 10 árum eða meira. Freysi og félagi fóru aðal fossinn í leiðinni um síðustu jól en toppuðu ekki sökum snjóflóðahættu.
Nokkur sólbráðarflóð fuku þennan dag niður austurhliðina (eða hvernig sem þetta snýr eiginlega), sem við þurftum að fara niður ca. hálfa leið. Áhugavert að skrölta niður flóðafarveginn með kletta fyrir neðan. Náðum svo að hliðra okkur út á hrygginn og yfir á aðal fésið sem snýr frá sólu og því allt frosið þar enn.
Góður dagur á fjöllum og gott partý með skíðafélaginu Mjálmari og fleirum á Dalvík/Ólafsfirði um kvöldið. Takk fyrir okkur!

Á föstudaginn stutta fórum við svo að skoða sjávarfossa í Ólafsfjarðarmúla en ekkert varð úr klifri sökum massívrar bráðnunar, morknunar og sjávarfallanna. Lentum í nokkrum hressum gusum frá briminu og stukkum upp í klett í leit að skjóli. Góður dagur í fjöru…