Re: svar: Olli flottur

Home Forums Umræður Almennt Olli flottur Re: svar: Olli flottur

#51494
2802693959
Member

Tja… við Útiverumenn keyptum hugmyndina á fyrstu stigum og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma upplýsingum um Höfðingjann til skila. Það er hins vegar ekki fyrr en á síðustu vikum sem Hátindahöfðinginn og hundrað tindaverkefnið hefur náð eyrum fólks. Undir þetta vorum við hins vegar búnir. Undirsíða á vef Útiveru um Hátindahöfðingjann er þegar í smíðum en þangað til segjum við fréttir af ferðum hans á vefnum. Stefnan er svo að fylgjast með og blogga í beinni á síðunni hans í hverri ferð. Á síðunni verður líka myndasafn.
Áfram Olli
Kveðja, Jón Gauti