Re: svar: leiðarvísir

Home Forums Umræður Klettaklifur leiðarvísir Re: svar: leiðarvísir

#52874
Sissi
Moderator

Björk, þú ert bara Pollýanna ;)

Væri ekki um að ræða að krækja fyrir lóðina, alveg eins og er gert með neðstu lóðirnar? Nema engin hækkun, engin hross, þægilegra undirlag, betri vegur, betra bílastæði og miklu styttra?

Sýnist skv. þessari fundargerð af Kjós.is að þeir hafi passað sig á þessum vinkli sem Kalli nefnir, eða hvað haldið þið?

“4. mál, héraðsvegir

Formaður lagði fram eftirfarandi erindi frá oddvita:

Með vísan til Vegalaga nr. 80/2007 8. gr. lið c um héraðsvegi hefur Sumarhúsafélagið Valshamar í Eilífsdal óskað eftir að vegur frá Eyrarfjallsvegi að hliði að sumarhúsasvæði verði tekið í tölu héraðsvegar.

Er óskað eftir að nefndin taki afstöðu til erindisins.

Afgreiðsla;

Nefndin telur að á grundvelli Vegalaga þar sem segir að þar sem fleiri en 30 sumarhús séu í hverfi sé heimilt að taka slíka aðkomuvegi að hverfi á héraðsvegaskrá.

Samþykkt að vísa erindinu áfram til hreppsnefndar.”

Minnti bara að það væri alltaf umgengnisréttur um land, til að komast á staði sem menn þyrftu að komast á, t.d. mætti alltaf fara í gegnum eignarland til að komast niður í fjöru osfrv. Gildir ekkert slíkt þarna?

Veit að sumir sumarbústaðareigendur þarna eru ekki par hrifnir af þessum stælum, hitti t.d. Óla Júl þarna í gær sem varaði mig við hestunum og ekki hélt hann nú að Víðir væri sérlega hrifinn af þessu.

Klifrarar og sumarbústaðareigendur á svæðinu voru búnir að vera í ágætis sambýli sjálfsagt í einhver 30 ár, síðan þarf bara einn púng til að henda okkur út í móa. Ég er kominn vel á fertugsaldur og á bara ekkert í svona brekkur lengur ;)

Kveðja,
Siz