Re: svar: Greitt árgjald = gilt atkvæði

Home Forums Umræður Almennt Greitt árgjald = gilt atkvæði Re: svar: Greitt árgjald = gilt atkvæði

#51096
1704704009
Member

Hvers vegna að bíða til 2008? Það þyrfti helst að ganga þannig frá málum að utankjörfundaatkvæði yrðu tekin með í reikninginn strax á þessum aðalfundi, þar sem nær öll stjórnin verður kosinn til tveggja ára og því ekki nema kosið um þrjú stjórnarsæti 2008.

Það er síðan spurning með framkvæmdina:
-Að einhver mæti með skriflegt umboð utankjörfundarkjósanda og leggi fram atkvæðið.

-Að kjósandi er sendi tölvupóst á info@isalp.is með atkvæði sínu sem lögð verði til samþykkis aðalfundar.

Ef einhverjum þykir þetta frjálslega með farið, eða glannalegt, þá bendi ég á að félagar í Ísalp eru ekki sá þjóðflokkur sem stundar eitthvað svindl sér til skemmtunar.

Ég er mjög fylgjandi því að hleypa utankjörinu að strax. En þessu ræður Aðalfundurinn. Gagnlegt væri að heyra sjónarmið fleiri félaga á umræðusíðunum.