Re: svar: Fjallapólitík

Home Forums Umræður Almennt Stjórn ÍSALP Re: svar: Fjallapólitík

#51073
1704704009
Member

Úr því að minnst er á utankjörfundaratkvæði, má taka það fram að þetta er í annað sinn á jafnmörgum dögum sem hugmynd berst um slíkt. Það er hins vegar ekkert um utankjörfundaratkvæði að finna í lögum Ísalp. Aðalfundurinn er eini vettvangurinn þar sem leiða mætti svona til lykta – þ.e. leyfa utankjörfundaratkvæði eður ei.
En eitt praktískt atriði að lokum, sem rétt er að taka fram; lög félagsins leyfa bara þeim sem hafa borgað árgjaldið að bjóða sig fram og sama gildir um þá sem vilja kjósa á aðalfundinum. Semsagt ekki gleyma að borga árgjaldið.