Re: svar: Ein ný en samt gömul

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Gullna reglan Re: svar: Ein ný en samt gömul

#51006
0310783509
Member

Var fenginn til að vera aðstoðar leiðbeinandi á viku löngu ísklifurnámskeiði hér í Jasper – Kanada fyrir nokkrum vikum síðan, aðal leiðbeinandinn var maður að nafni Ken Wylie sem hefur nú klifrað í vel rúm tuttugu ár án falls. Af gamla skólanum og trúir á gullnu regluna. Hann geymir ávalt skrúfu fyrir síðustu bunguna áður en hann toppar leiðirnar til að varast einmitt það sem kom fyrir Olla að mér skilst af lesningunni (dinnerplating) og það sem hann (Ken) leggur mesta áherslu á er að þótt rúm tuttugu ár séu liðin án falls þá heldur hann áfram að tryggja vel og mælir karlmennskuna á því hversu vel menn tryggja leiðirnar enda oft það erfiðasta við klifrið sjálft.
Ég veit ekki hvernig þar er fyrir eldri kynslóð klifrara að horfa á þá yngri, en að vera af yngri kynslóðinni að horfa á þá yngstu er að mér finnst erfitt og aðdáunarvert á sama tíma þar sem oft ólgandi hormónar drífa menn áfram í keppni um hver getur betur og hver er bestur. Ég ætla að halda því fram að það er sá sem skemmtir sér best og kemur tiltörulega óskaðaður heim í lok dags sem vinnur.
Annars komumst við að því í gríni að besta leiðin “listin” við að reka ekki broddana í ísinn í falli er að láta hausinn fljóta fyrst enda það stykki sem flestir meiga alveg við að láta banka aðeins.

Svo í lokin stutt klausa um þau slys sem hafa orðið á skólabræðrum mínum síðan ég byrjaði í náminu hér 30. Ágúst. Úr hópi 50 nemenda.

Straumvatns Kayak… Öxl úr lið 4 mánuðir úr leik
Veturinn byrjaði á bílveltu… brotinn sköflungur og rifin liðbönd lámark 6 mánuðir úr leik.
Sigið fram af línu í klettaklifri hnút gleymt… brotið bak eftir 4m fall, lömun, ævilangt úr leik.
Tvö snjóflóð, skíðað of snemma í Nóvember… brotin rifbein eftir náin kynni við tré.
Bílvelta fram af 16m háum kletti, frjálst fall… 15.000 CAD enginn slasaðist – mjög heppnir.

Jæja þetta er farið að hljóma eins og auglýsing frá sjóvá…

Bestu kveðjur heim
Einar Ísfeld