Re: svar: Athygli ykkar skal vakin á því að …

Home Forums Umræður Almennt Athygli ykkar skal vakin á því að … Re: svar: Athygli ykkar skal vakin á því að …

#50547
Arnar Jónsson
Participant

Ég þarf nú að vera sammála Halldóri að vissu leiti að þetta tæknilega séð eigi ekki að vera eitthvað brjálaðslegt kappsmál hjá félaginu og við ættum frekar að láta framtíðarlandið sjá um þann pakka.

En þó finnst mér alls ekki slæm hugmynd að félagið sem slíkt ætti að reyna að beita sér aðeins í þessu máli, þar sem þetta er greinilegt hagsmunamál þess og flestra félaga þess (og það væri ekkert annað en eðlilegt að það berðist fyrir eiginhagsmunum, sem er grundvöllur lýðræðisins).

Þó ætti Ísalp ekki sem slíkt að reyna að beita sér eitt og sér í þessum málum, frekar að nýta sér það sem félagi í Samút að fá Samút til að standa saman til að beyta þrýstingi á stjórnvöld.