Re: svar: Athygli ykkar skal vakin á því að …

Home Forums Umræður Almennt Athygli ykkar skal vakin á því að … Re: svar: Athygli ykkar skal vakin á því að …

#50542
Karl
Participant

…Hallgrímur þessi stundar nám í Danmörku og hefur sumarvinnu í Kárahnjúkum!

Tilgangur ÍSALP er hinsvegar ekki að vera e-h andkommúnístiísk stjórnmálasamtök til að mótmæla að hið opinbera standi í atvinnurekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og selji afurðirnar langt undir markaðs og kostnaðarverði eins og orkukaupandinn (alcoa) upplýsti nýlega af tilviljun í annari heimsálfu. Aðal blúsinn við þetta virkjanabrölt fyrir austan er að þetta er það léleg fjárfesting að ekkert einkafyrirtæki með snefil af sjálfsvirðingu hefði hætt í þetta peningum. Þarna eru kjörnir fulltrúar, embættismenn og þrýstihópar að gambla með fé og land sem þeir eiga ekki sjálfir en geta haft af þessu tímabundið hag og umsvif. Hinn geðþekki fyrrum hægrimaður, Pétur Blöndal, talaði áður fjálglega um að menn ættu að höndla með eigin fé en ekki annara, en er nú orðinn sami Afturhaldskommatitturinn og aðrir í þessum sirkus.
Hin hliðin á þessum kommúnisma eru óhæfileg náttúruspjöll sem og að valtað hefur verið yfir lýðræðislegar leikreglur í þessu máli frá upphafi sbr. að ríkisstjórnin barðist með kjafti og klóm gegn því að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat, umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar var neikvætt en stjórnvöld ákáðu samt að virkja og síðast en ekki sýst þá brýtur bygging álversins Reyðarfirði í bága við skipulags og umhverfislöggjöf vegna þess að þar var rokið af stað án þess að gera umhverfismat og þótt ríkið hafi í vetur verið dæmt fyrir brot á lögum er haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Það er hinsvegar eðlilegt að félag útivistarmanna sem byggir á lýðræðislegum grunni taki þátt í þessari umræðu og leggi því orð að farið sé að eðlilegum leikreglum þegar fjallað er um framtíð náttúru Íslands. Það er því eðlilegt að Ísalp leggist á árar um að farið verði að lögum um umhverfismál og leggi því lið að hagkfæmustu og umhverfisvænustu kostirnir verði virkjaðir umftam aðra lakari (Rammaáætlun). Þetta er líka kallað “common sense”.
Ég reikna með að aðkoma Ísalp að þessu verði fyrst og frems með þáttöku í SAMÚT og þar sé unnið að þessum málum eins og annari óværu á borð við utanvegaakstur oþh.