Re: svar: Afrek helgarinnar?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Afrek helgarinnar? Re: svar: Afrek helgarinnar?

#52263
Anonymous
Inactive

Jú rétt er þetta ég er ekki viss um að það hafi verið til nema mynd, sem Helgi Borg gæti lumað á, af Mýrarhyrnunni. Leiðirnar voru frá vinstri til hægri(minnir mig), Abdominalis(held ég) sem Rok og félagar fóru og er gráðuð 5 Hún er inni í stóru áberandi opnu gili þarna fyrir miðri Hyrnunni(að austan). Næst vinstra megin við gilið er þröngt gil og þar er “Wake up Call” sem Palli GHC og Jeff Love fóru(Guy gæti hafa verið með). Það er sennilega önnur ísleiðin á Íslandi sem gráðuð var 6 en hún fékk gráðuna 6+ . Þar við hliðina (vinstra megin) er áberandi læna og fór ég ásamt tveimur öðrum þar upp og fékk leiðin gráðu 5(var 4-5 spannir upp á brún og þurfti að síga sömu leið niður) Þar rétt vinstra megin við er einnig leið sem Himmi og félagar fóru. Einar Öræfingur var lengra inn með hlíðinni og fór þar styttri en all bratta og stýfa leið.
Hinu megin(að vestan) er síðan ein mögnuð leið sem GHC og Jón Haukur fóru seinna. Menn sjá hana um leið og þeir koma þangað því hún fer ekki á milli mála.
Nær Ólafsvík er gott svæði þar sem maður hækkar sig upp í Búlandshöfðann og er þar áberandi foss með yfirhangandi leið og þar hægra megin við eru sennilega einar 4 leiðir sem búið er að fara. Mjög fallegar og góðar eins spanna leiðir.
Kveðja Olli