Re: svar: Afrek helgarinnar?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Afrek helgarinnar? Re: svar: Afrek helgarinnar?

#52261
Anonymous
Inactive

Himmi! Hvar í ósköpunum fanstu þetta?? Var búin að steingleyma þessu. Varðandi Grafarfossinn þá er alveg óhætt að vara fólk við honum þegar sól skín eins og hún gerði um helgina. Ef þið ætlið upp er betra að vera kominn þarna í fyrri kantinum og vera komnir upp áður en sólin vermir ísinn. Sólin breytir ísnum í frauðkent efni sem getur verið ansi varasamt. Sérstaklega á þetta við orginalinn(lengst til hægri í leiðinni) þar sem brúnin er mjög oft frauðkent og tortryggð.

Nú á að koma eitt hlákuskot og svo frystir strax á eftir og er þetta það besta sem getur gerst í stöðunni. Mikið af snjó sem bráðnar og nóg framboð á vatni og svo frýs allt draslið. Nammi namm!!!
ísklifurkveðja Olli