Re: Re:Sjaldan er ein sprungan stök..

Home Forums Umræður Almennt Sjaldan er ein sprungan stök.. Re: Re:Sjaldan er ein sprungan stök..

#55149
2208704059
Member

Gagnlegir pistlar hjá Kalla. Beinskeyttir að venju.
Það sem mér finnst sorglegast við þetta slys er fljótfærnin, hugsunarleysið. Þetta myndbrot þar sem fullorðinn heldur járnkarli í annari hendi, til að leita sprungna, og heldur í barnið í hinni ætti auðvitað bara að fara í barnaverndarnefnd.
En burt úr hneiksluninni, hvað er til ráða.

Það held ég að sé fyrst til ráða að hér á landi verði kynnt sú staðreynd að jöklar eru hættulegir, þeim sem um þá fara megi teljast eðlilegt að lenda í vandræðum, jafnvel þannig að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt.
Þegar þessi hugsun er komin inn hjá öllum, er hægt að byrja að vinna.
Hvernig er leiðarvali háttað?
Hvað formar jökulinn?
Afhverju eru sprungur hér en ekki þar?
Hvernig hefur tíðarfarið verið?
Er öruggt að það séu ekki sprungur af því að það er kominn janúar?

Eftir Hofsjökulsslysið var rætt um kort, græn, gul og rauðmerkt jöklakort, og leitað eftir samstarfi við þá aðila sem atvinnu hafa af því að kortleggja jöklana, þe HÍ og Orkustofnun sem var.
Á þeim bæum voru allir sammála.
Nei, þetta gerum við ekki.
Er allt sem er ekki merkt rautt grænt osfrv?

Nei það eru allir sammála um eitt, fræðsla þarf að koma til bæði á leiðarvali og svo auðvitað á því hvernig þú bjargar þér sjálfur út úr vandræðum, allavega þeim smærri.

Allir fjallamenn læra
A: Að velja sér leiðir um fjallendi helst lausar við td. snjóflóðahættu.
B. Að bjarga félögum sínum ef þeir lenda í vandræðum.

Kannski Karl geti sett saman nokkurskonar “vistakstursnámskeið” um jökla?

Hlynur Sk.