Re: Re: Vorskíðun

Home Forums Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57778
Karl
Participant

Þessar myndir tók Ómar Ragnarsson, viku áður en ég var á ferðinni á sumardaginn fyrsta í frosti. Hann fylgdi eftir hóp af jarðvísindamönnum og starfsmönnum þjóðgarðsins sem óku í Öskju.
sjá http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1240465/

Ég var á ólestuðum bíl sem þolir mikinn hliðarhalla og gat ekið eftir hengubrún fyrir ofan sk Bráðabirgðatjörn þar sem þeir áðurnefndu og FFA höfðu farið útfyrir nokkur hundruð metra leið á auðu landi (en þó aurbleytufríu) en hengjan var ófær fyrir lestaða og upphækkað vörubíla með kerrur.
Þar sem ég þekki leiðina þá ók ég einfaldlega efti veginum yfir aðrar tjarnir þar sem ég vissi að botninn var traustur. Minn akstur var þvi “zero impact á 6 pundum frá Hrossaborg”. Það er óþarfi að hlífa gömlum jeppum en ærin ástæða til að halda sig á veginum.
Það fer að verða tímabært að fara aftur þegar nýi snjórinn er búinn að hitna vel og frjósa aftur…