Re: Re: Virkisjökull – varúð!

Home Forums Umræður Almennt Virkisjökull – varúð! Re: Re: Virkisjökull – varúð!

#56762
2006753399
Member

Gott að vita. Vont að fá 500þús tonn í hausinn, sérstaklega af grjóti…

Hugmynd til stjórnar / vefstjóra:
Sér þráð fyrir ábendingar um aðstæður og uppákomur í fjalllendi, þetta gæti þá verið allt frá grjóthruni og lausum steinum í leiðum, sprungum, snjóalögum, ís-aðstæðum, snjóflóðum og slysum.

Þetta eru líklega mikilvægustu upplýsingarnar sem maður les hérna, sortera þær frá öðrum umræðum og gera þeim hærra undir höfði og hafa jafnvel sér “feed” sem hægt væri að vera áskrifandi að (list-serve).

T.d. Kanadísku leiðsögumannasamtökin eru með svona póstlista sem nefnist “mountain conditions report” eða mcr og er mjög mikið notaður og fróðleg lesning.

Hver veit, kannski gæti t.d. veðurstofan póstað athugasemdum frá snjóathugunarmönnum og fleira efni í þeim dúr fengið farveg sem nýtist fjallafólki. Bara hugmynd….

kv
-Róbert