Re: Re: Vinnsla á gönguskíðum

Home Forums Umræður Skíði og bretti Vinnsla á gönguskíðum Re: Re: Vinnsla á gönguskíðum

#56274
0801667969
Member

Ég byrjaði á Graasshoppe tréskíðum á sínum tíma, keyptum í Noregi. Þau þurfti að tjarga af og til, til hlífðar botninum. Tjaran kom í stauk líkt og áburðurinn og var brædd undir með nokkurs konar straujárni hitað upp með gasi.

Það var alltaf til siðs að fara á skíði með allar græjur, hitamæli, tugi tegunda af áburði og rennslisáburði. Tíu tegundir af sköfum og gasið var alltaf við hendina sérstaklega fyrir rennslisáburðinn en mismundani færi og hitastig þýddi mismunandi, áburð og rennslisáburð. Íslenskar aðstæður eru talsvert ólíkar norskum og því var allta þetta vesen oft á tíðum tóm tjara.

Klístrið sem nota þurfti í blautum snjó eða harðafenni og ís var hreint ógeð. Virkaði hins vegar ágætlega. Væri örugglega fínt í ísklifur.

Þetta rugl svínvirkar raunar í keppni og góðri braut.

Fyrir hálfvita sem ekkert vita um gönguskíði eða nota rifflur þá er áburður (spyrnuáburður) borin rétt undir fótinn og rennslisáburður á restina á skíðinu.

Ef menn eru utan brauta þá geta menn alveg gleymt þessum rennslisáburði því hann fer af um leið í íslensku harðfenni. Ein tegund af áburði dugar í flestum tilvikum. Ef ekki þá skinna menn bara.

Kv. Árni Alf. fyrrverandi Reykjavíkurmeistari í tréskíðagöngu