Re: Re: Sjálfhelda í Grýtuhrygg

Home Forums Umræður Almennt Sjálfhelda í Grýtuhrygg Re: Re: Sjálfhelda í Grýtuhrygg

#57524
0801667969
Member

Þetta vill alltaf verða einhver hvítþvottur þegar menn rannsaka eigin mistök. Landsbjorg heldur nú orðið einhverja rýnifundi og væntanlega er einhver skýrsla skrifuð. Eru þessar skýrslur aðgengilegar hinum almenna félagsmanni?

Suðurjöklasvæðið, en innan þess fellur Þórmerkursvæðið, er mér sérstaklega hugleikið. Þarna er mikið um útköll. Mér eru hugleikin öll útköllin á svæðinu þar sem fólk hangir utan á bíl á kafi í einhverri ánni. Þeir sem komast fyrstir á staðinn og hafa öflugustu tækin eru aldrei kallaðir út.

Leitin á Sólheimajökli s.l. haust er mér hugleikin. Einnig fólkið sem varð úti á Fjallabaki fyrir tveimur árum.

Hugmynd Jón Gauta er mjög áhugaverð og ætti að skoða nánar.

Kv. Árni Alf.

P.S. Alveg eins gott að ræða þetta hér því spjallþráður Landsbjargar hefur verið óvirkur í mörg ár. Dálítið sérstakt hjá jafn öflugu apparati og Landsbjörg er. Kannski best að þegja allt í hel.