Re: Re: Nýjar Ísleiðir 2012-2013

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Ísleiðir 2012-2013 Re: Re: Nýjar Ísleiðir 2012-2013

#58098
Siggi Tommi
Participant

Í norðan bálinu um jólin enduðum við Berlind og Arnar Emils ofan Kjarnaskógar í hressu klifri.
Eftir góðan dag í ofanvaði var ákveðið að meitla fjóra bolta í stykkið enda prýðileg skemmtun.
Þennan dag var leiðin líklega um M7 (mv. Tvíbbagil sem baseline) en varierar líklega frá hreinni WI4/5 ísleið í buffaðstæðum (þegar kertið nær niður) upp í M7+ eða M8 í þunnum þrettánda.
Krúxhreyfingin aðeins erfiðari t.d. en allt í Ólympíska félaginu en þar sem þetta brattasta er ekki nema nokkrar hreyfingar, þá eru pumpuáhrifin mun minni.
Þar sem nokkuð stór skafl var undir leiðinni var vont að meta hversu löng leiðin er án snævar svo fyrsti boltinn er bara í 2m hæð akkúrat núna. Hann nýtist þó vonandi þeim mun betur í þynnri aðstæðum. Við gátum okkur þess til að leiðin væri 1-2m lengri í snjóleysi.

Nafn: Kaldi, 10-12m, M7 (við FF en allt frá WI4/5 upp í M7+/8 eftir ísmagni líkl.)
FF: Arnar Emilsson, Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, 31. des 2012.
Staðsetning: syðst í klettunum ofan Kjarnaskógar við Akureyri, ofan göngustígs yfir að Hvammi. Best er að leggja á efra bílastæðunu (hjá sólúrinu), ganga uppeftir og fylgja aðal stígnum til suðurs (fyrst aðeins upp). Síðan er skilti merkt Hvammi út af stígnum og þeim stíg fylgt ca. 200m og þar blasir ísþilið við ofan við skógarjaðarinn.

Nokkrar slakar myndir á:
https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/AkureyriJol2012?noredirect=1

Og svo þessi flotta mynd í boði Arnars og Berglindar.
[attachment=520]Kaldi_M7_Kjarnaskogi.jpg[/attachment]
Berglind er þarna búin að klippa í fyrstu tvo boltana undir slúttinu og komin út á kertið, þriðji boltinn er rétt við hjálminn og sá fjórði sést með dinglandi tvisti aðeins ofar)

Vitum ekki hvernig þetta er ofan þaksins í ísleysi en þar sem lykilgripið ofan þaksins er lítil solid sprunga, þá kemst maður amk þangað án klaka. Kertið spilaði svo lykilhlutverk í að leysa hreyfingarnar upp úr þakinu svo þær gætu orðið ansi hressar í ísleysi, því það eru þunnar lappir á veggnum undir þakinu. Afar hressandi allt saman. :)

PS það er eitthvað á reiki hvort bolta megin í þessum klettum en þar sem þetta er kyrfilega utan alfaraleiðar og ólíklega í miklu varplandi fugla, þá ákváðum við að taka okkur bessaleyfi og bolta þetta öngvu að síður. Vonum að þetta nýtist norðanmönnum og öðrum sem best svo það reynist ómaksins vert…

PPS það var eitthvað búið að brölta á þessu svæði síðustu ár (Jón Heiðar og Höddi amk.) svo það má vel vera að þetta sé ekki FF en það verður bara að hafa það ef svo er (þeir claima leiðina ef áður farin). Við eigum þó alla vega fyrsta mix-FFið og heiðurinn (skömmina?) af boltuninni í versta falli… :)