Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar ísleiðir 2010-2011 Re: Re: Nýjar ísleiðir 2010-2011

#55919
Bergur Einarsson
Participant

Héldum norður fyrir Bröttu brekku í gær og ákváðum að kíkja á leiðina Single malt og appelsín eftir að hafa rekist á Frey og Styrmi og fengið meðmæli með leiðinni.

Fylgdum upphaflegu leiðinni þar til að hún greinist í þrjá hluta, tókum þar miðhlutann og kláruðum upp úr honum.

Single malt on the rocks

F.F., ef ekki aðrir áður:

04.12.2010
Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson

Lýsing leiðar:

1. spönn – 3. spönn: WI3, 100m.

4. spönn: WI4 – 20m.

5. spönn: WI4 – 15m.

6. spönn: WI4+ – 25m.

7. spönn: WI3 – 10-12m.

8. og 9. spönn WI3 80m.

Leiðin fylgir sömu leið og Single malt og appelsín þar til komið er að skálinni fyrir ofan 5. spönn. Þar er miðlínan valin en 6. spönn er lykilkafli leiðarinnar, lóðrétt aðeins í fangið stóran hluta spannarinnar. Eftir 6. spönn tekur við stór stallur og upp af honum er 10-12 m haft, 7. spönn. Þar tekur svo við annar stór stallur neðan við langan (~80m) samfelldan 3. gr kafla sem þó er með góðum stöllum. Hægt að velja um nokkra stalla í honum til að skipta kaflanum í 2 spannir en við tókum þann efsta þar sem við vorum að vonast til að ná að klára upp úr honum í einni spönn.

Fórum 100-200m til norðurs og niður brekkurnar þar sem er vel bratt. Líklega er betra að fylgja sömu niðurleið og í Single malt og appelsín.

Niðurleið:

Gangið 100m. til suðurs út á smá nef, skerið síðan til baka niður brattasta kaflann og síðan beint niður í bíl, frekar þægilegt.