Re: Re: Ísklifurfestival 2012

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestival 2012 Re: Re: Ísklifurfestival 2012

#57457
Otto Ingi
Participant

Því vetnistengi gleypa aðra liti í litrófinu.

Útskýring.
Við getum séð ljós sem er með bylgjulengd á bilinu 390-750 nm, fjólublátt og blátt er neðst á skalanum (390 – ca. 500 nm) svo kemur grænn, gulur, appelsínugulur og loks rauður (620-750 nm). Snjór endurkastar öllu litrófinu (þ.e.a.s. sýnilega sviðinu) og við sjáum hann því sem hvítan á lit. Snjór endurkastar þessu að miklu leyti vegna þess að loftbólur í snjónum sundra ljósinu með þeim afleiðingum að það endurkastast. Þéttur ís sem er með lítið að loftbólum hleypur hinsvegar ljósinu lengra inní sig og ís (og vatn ef því er að skipta) gleypir ljós með bylgjulendir yfir eitthvað x (gult og rautt ljós) en endurkastar ljósi með lægri bylgjulengdir t.d. bláu ljósi.