Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Re: Ísaðstæður 2011-2012

#57407
Doddi
Member

Daginn

Fór í dag ásamt Heiðu inní tvíburagil, sem er frábært svæði ef maður hefur aðeins part úr degi í sprikkl.

Ísinn í gilinu var blautur, samt mis-blautur, það hreinlega fossaði úr ísfossinum sem er neðst í gilinu (hliðiná helvítis fokking fokk), það dropaði hressilega úr kertunum hjá ólympísku leiðinni en efsti ísfossinn var í ágætis aðstæðum.

Ágætis snjósöfnun hefur átt sér stað í gilinu, sérstakleg í því ofanverðu, og er vænn snjóbunki fyrir ofan flestar leiðirnar. Einnig er þónokkur snjór efst í gilinu sjálfu (gönguleiðinni uppá topp) sem liggur á íslagi og gertur því verið mjög staðbundin flóðahætta af þeim sökum, m.ö.o. athuga ætti leiðarval þegar labbað er uppá brún úr gilinu.

Toppakkerin finnast ekki, líklegast eru þau undir ísbunka sem er á melunum fyrir ofan leiðirnar, auðvelt er að gera toppakkeri úr þessum ísbunka í líklega allar leiðirnar á svæðinu, ef línan sem er notuð er nógu löng. Við notuðum 70m línu í dag og henntaði hún aðstæðum vel.

Kveðja

Doddi