Re: Re: Hver hefur crossað Ísland vestur/austur?

Home Forums Umræður Klettaklifur Hver hefur crossað Ísland vestur/austur? Re: Re: Hver hefur crossað Ísland vestur/austur?

#55639
0801667969
Member

Svo þetta sé rétt þá fór ég með Kalla Ingólfs og Hilmari Má frá Snæfelli vestur í Húsafell 1990. Fórum 1.apríl og vorum samtals 13 daga.

Ætluðum eða ætlum að fara sömu leið til baka seinna.

Það er kannski spurning hvort það sé almennt gáfulegt að fara frá vestri til austurs? Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að SA og austan áttir séu algengari. Þær eru a.m.k. miklu verri og vont að fá þær í fangið.

Hins vegar tókst Siglingastofnun og hönnuðum hinnar hörmulegu hafnar á Bakkafjöru að finna það út að SV áttir væru ríkjandi þarna á svæðinu og SA og austan áttir væru sjaldgæfar. Ef menn hafa eitthvað fylgst með veðri undanfarið sjá menn að það er búin að vera stöðug SA og austan átt í langan tíma og spáir áfram. Alls ekki óalgengt fyrirbæri.

Það vildi hins vegar svo vel til að á meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð þá var norðan átt algeng og svo hrein vestan átt sem er mjög sjaldgæft fyrirbrigði.

Kv. Austan Árni