Re: Re: Framboð til stjórnar

Home Forums Umræður Almennt Framboð til stjórnar Re: Re: Framboð til stjórnar

#56355
Skabbi
Participant

Helvíti líst mér vel á ykkur piltar, þið eigið eftir að gera góða hluti. Stjórnarsætin eru fullmönnuð sem er mjög gott. Við erum hinsvegar með offramboð á stjórnarmönnum svo að við fáum að kjósa, sem er reyndar líka gott. Kosningar eru móðins í dag.

Það er ekki úr vegi að formannsframbjóðendur skerpi ögn á sínum eigin áherslum til að auðvelda okkur hinum valið.

Atli Pálsson wrote:

Quote:

Eg gef kost á mér til formanns Isalp ef klúbbfélagar treysta mér í það hlutverk…

Mig langar að bjóða tíma minn og krafta til að halda áfram góðu starfi fráfarandi stjórnar. Það er gaman að vera í Isalp.

Atli, er e-ð sérstakt sem þú vilt breyta í starfsemi Ísalp næsta árið eða nýjar áherslur sem þú vilt bæta við?

Róbert Halldórsson wrote:

Quote:

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem formaður Íslenska Alpaklúbbsins…

Mér finnst mikilvægt að merkjum Ísalp sé haldið á lofti til að gæta hagsmuni íslenskra fjallamanna. Tryggja þarf að nýliðun eigi sér stað og auðvelda aðgengi að klúbbnum, auk þess að fjallamennskan sé kynnt fyrir hinum almenna borgara.

Robbi, hefur þú e-r sérstakar hugmyndir um það hvernig eigi að gera Ísalp sýnilegra og auka nýgengi í klúbbnum?

Ykkur er að sjálfsögðu frjálst að svara spurningum sem ég beini til ykkar beggja. Eins væri gaman að sjá hugmyndir annara tilvonandi stjórnarmanna.

Allez Ísalp!

Skabbi