Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur

Home Forums Umræður Almennt Ferðaþjónustan – gistináttaskattur Re: Re: Ferðaþjónustan – gistináttaskattur

#57261
2806763069
Member

Humm! Ansi erfitt að bera saman ferðaþjónustu og sjávarútveg.

– Þú munt ekki sjá eigendur ferðaþjónustufyrirtækja sem kjölfestu fjárfesta í næstu útrás bankanna.

– Einu framseljanlegu og erfanlegu réttindin í ferðaþjónustu eru landnotkun landeigenda.

– Það er engin Hafró sem sér um rannsóknir í ferðaþjónustu og þau opinberu framlög sem greinin fær eru ekki í neinu samræmi við það sem sjáfarútvegurinn fær eftir neinum mælikvarða.

– Allir sem vilja afla sér tekjum af ferðaþjónustu verða að vinna fyrir því. Það er ekki hægt að selja óveidda túrhesta. Maður verður að landa þeim og gera að þeim sjálfur. Eina undantekningin frá þessu eru nokkrir landeigendur fyrir austan sem rukka jafnvel opinbera aðila fyrir myndbirtingar af þeirri náttúru sem sést af landi þeirra.

Ég er hinsvegar mjög fylgjandi því að mögulegt sé að innheimta gjald af þeim aðilum sem nota viss svæði á landinu til að skapa sér tekjur. T.d. finnst mér að þeir aðilar sem starfa innan þjóðgarða eigi að greiða af því gjald. Þannig ættu þau fyrirtæki sem starfa sannarlega í Skaftafelli að greiða % af tekjum sínum þar, þessar tekjur ætti hinsvegar að nota staðbundið í verkefni sem beint eða óbeint nýtast þessum fyrirtækjum (og um leið þjóðgarðinum, gestum hans og öðrum sem þar starfa). Verkefnin eru víst næg.

Sólheimajökull er svo annað dæmi – ef hægt væri að gera þeim fyrirtækjum sem þar starfa kleyft að byggja upp aðstöðu, bæta veginn inn eftir svo hann nýtist allt árið væri alveg örugglega grundvöllur til þess að þessi fyrirtæki greiddu hluta af sínum tekju til þjóðfélagsins – umfram það sem þau greiða núna með sköttum og gjöld líkt og aðrir.

Það sama ætti að gera á öðrum svæðum. Menn eru sem dæmi aftur og aftur að ræða um uppbyggingu Geysissvæðisins. Engir peningar til og þessi auðlind þjóðarinnar er að drabbast niður af ágangi. Á sama tíma er rekin handan götunar sjoppa/veitingarstaður/ferðamannabúð sem ég get ekki ímyndað mér annað en að mali gull – á því að vera nálægt þessari perlu! Þjóðnýting er orð sem kemur upp í huga mér! Ekki ósvipað því og að eiga land þar sem ákveðið er að byggja virkjun – sem er þá keypt eða tekið eignarnámi svo auðlindin megi nýtast þjóðinni í heild til góðra verka.

Það er hinsvegar gleði efni að Árni sé aftur farinn að skrifa af skynsemi . En hann er aðeins að misskilja mig því ég er síður en svo að lasta rekstur Bláfjalla – þvert á móti var ég að benda á að sá kostnaður sem fer í að halda svæðinu opnu er mjög líklega lægri en þær tekjur sem samfélagið hefur beint og óbeint af rekstri svæðisins. Mér þykir hinsvegar mjög miður að hafa komið illa við Árna – enda einkar gaman að eiga við hann rökræður hér.

Enn og aftur hvet ég Árna fram á ritvöllinn á viðlesnari vetfangi en þessum. Þá mun hann líklega og vonandi frá mótsvör og stuðning frá klárari og víðlesnari mönnum en undirrituðum.

Það skal svo að lokum tekið fram að þær skoðanir sem hér eru settar fram eru mínar og endurspegla á engan hátt skoðanir þess fyrirtækis sem ég starfa fyrir.

En annars er Hardcore farinn að gefa mér hornauga fyrir það að sóa tíma mínum (og hans) í eins nytlausa hluti og að ræða efnahagsmál og politík á vefsvæði sem ætti að vera helgað fjallamennsku og öðru macho-dóti!

Góðar stundir!