Re: Re: Charlet moser Pulsar Klifur axir

Home Forums Umræður Keypt & selt Charlet moser Pulsar Klifur axir Re: Re: Charlet moser Pulsar Klifur axir

#55979
Sissi
Moderator

Halli þú ert alltof kurteis. Án þess að tala um þetta mál sérstaklega þá er það bara staðreynd að þetta haustið er verið að bjóða endalaust af einhverju rusli og forngripum á uppsprengdu verði. Dót sem byrjendur í klifri hafa ekkert að gera með.

1) Nylon dót sem er 5-15 ára hef ég séð mikið af. Það á bara að fara í ruslið eins og áður hefur komið fram (belti, línur, slingar etc)

2) Axir og broddar sem ættu kannski heima í nýliðakössum björgunarsveitanna, eða í eitthvað smá fjallabrölt að vetri, en alls ekki í ísklifri. Sumt af þessu er í lagi (Rambo og axir síðan á þessari öld sem má kannski modda eitthvað) margt ekki.

Máli mínu til stuðnings er ég með tösku hérna af dóti sem félagi minn bað mig að leggja mat á, þar er m.a. 20 ára lína, ísfleygar og títaníum skrúfa. Need I say more?

Verið endilega á varðbergi og fáið reyndari aðila til að kíkja á hvort þetta er málið fyrir ykkur ef þið eruð að stíga fyrstu sporin og langar að sleppa ódýrt í startinu. Ísklifurdót síðan 19xx er bara ekki sama og ísklifurdót 20xx.

Og ef maður vill endilega kaupa forngripi á verðið að endurspegla það (hræódýrt) og þær upplýsingar þurfa að vera til staðar.

Og hananú.