Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58242
0801667969
Member

Mánudagur 18 mars 2013 kl: 10:45

Það er enn sama rjómblíðan. Frostið átta stig og því talsvert hlýrra en verið hefur. Góðri helgi lokið með góðri aðsókn, sérstaklega barna og byrjenda.

Það er mikið af nýliðum í skíðamennskunni þennan veturinn. Mestu raðirnar eru í barnalyftunum. Svona akkilesarhæll Bláfjalla þennan veturinn. Veit bara á gott.

Ótrúlega mikið af ævagömlum búnaði í umferð og lífleg viðskipti með notaðan búnað heyrir maður. Auðvitað kaupir fólk notaðan búnað þegar það er að byrja. Ekki fyrir hvítan mann að kaupa nýtt.

Annars hefur utanbrautarfærið verið ævintýralega gott alveg frá því snjóaði á fimmtudeginum. Best geymda leyndarmál Bláfjalla í dag er Eldborgarvæðið. Þar er óskíðað púður og hvergi grjót undir. Ekki til mannskapur til að keyra lyftuna þar svo menn verða að ganga upp.

Þetta er væntanlega síðasti dagur í púðri í bili því það hvessir í nótt. Þetta breytist fljótt í vindbarinn fleka. Endilega nota síðasta uber góða daginn í bili.

Kv. Árni Alf.