Re: Re: æjæj…

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur æjæj… Re: Re: æjæj…

#55935

Jæja, þá er maður loksins kominn heim eftir samantjasl á spítalanum og sýklalyf í æð í nokkra daga.

Palli lýsir þessu nú ágætlega, um það bil eins og þetta gerðist. Segir manni bara að þegar maður er kominn úr sínu elementi (lóðrétt) þá þýðir ekki slaka á. Var greinilega kominn í of lítinn bratta : /

Sem sagt ekkert graceful við þetta slys, hreinlega hrasaði í fjallgöngu, rann til og lenti á oddhvössum stein með legginn þvert á hann. Sennilega hefur svo líkaminn komið af fullum þunga ofan á til að tryggja að leggurinn færi alveg í mask. Þríbrotinn takk fyrir og opið í þokkabót.

Það er búið að negla þetta allt saman og skrúfa svo brotin ættu að haldast á sínum stað. En ég er ansi hræddur að annað sísonið í röð sé farið í ruslið. Ferðin var þó góð fram að þessu og ég er sáttur við leiðsluna og leiðin með þeim allra flottustu sem ég hef farið.

Það er seint ofmetið að ferðast með góðu fólki og ég þakka Ívari og Áka fyrir aðhlynninguna og hina frábæru spelku sem vakti ómælda athygli þeirra sem sáu og er komin inn í a.m.k. tvö myndsjóv til sýningar. Björgunarsveitirnar þarna í Dölunum voru líka til fyrirmyndar og fljótar á staðinn, takk allir.

Kv. Bjöggi Brotni
PB250001_minni.jpg