Re: Ný leið í Munkanum

Home Forums Umræður Klettaklifur Tapað fundið í Munkaþverá Re: Ný leið í Munkanum

#56858
Siggi Tommi
Participant

Jæja gott fólk, við Arnar Emils jóðluðum nokkrum boltum í nýja leið í Munkanum í dag.

Leiðin byrjar 5m hægra megin við Englaryk og fer upp afar tignarlegan pillar/horn í efra partinum. Neðri parturinn er léttur (5.5-6?) en efstu 5-6m eru í 5.10+ skalanum (jafnvel 5.11 – varla samt).
Sennilega er hægt að klifra neðri partinn af þessari og hliðra yfir í efri partinn af Englaryki ef menn leggja ekki í pillarinn.

Boltarnir eru á góðum og solid stöðum en á pillarnum er verið að klifra á eilítið losaralegu stöffi (4-5 tonna risaflaga) boltarnir eru á öðrum traustari hluta af pillarnum. Ef stykkið hrynur þá fara boltarnir alla vega ekki með… :)
Flest laust var hamrað burt og nokkur gallon af mosa mulin af með vírbursta og þolinmæðinni.

Alveg frábært tæknilegt klifur upp þennan pillar þó svo neðri parturinn sé svo sem ekki neitt Nóbelsverðlaunaklifur. Fínasta viðbót í safnið…

Nafn er í vinnslu og gráðan verður settluð þegar fleiri hafa vippað sér þarna upp. Fyrstu hugmyndir voru upp á 5.10c-d en það gæti verið tóm tjara. Sendið endilega á okkur línu ef þið eruð með skoðun á gráðunni.

Rétt er að benda á að hafa tryggjarann með hjálm og í skjóli til hliðar (vinstra megin er sennilega best, beint undir Englaryki)!
Muna bara að fara varlega…

Bon appetit!