Re: Góður í laumi……

Home Forums Umræður Almennt Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara Re: Góður í laumi……

#48326
Karl
Participant

Nokkrar sögur úr fornöld
Þegar sögusagnir komu frá norðlenskum bændum um ís í Kaldakinn fóru menn strax að ræða þennan möguleika og við fyrsta tækifæri var farið að skoða og síðan klifra. Man ég ekki betur en farið hefði af stað fjölraddaður söngur til að dásama Kinnina og allan þann leiðafjölda sem þar stæði til boða.
Sama var með Glymsgilið, -við vorum fjórir félagar að koma ofan úr Botnsúlum er við sáum helblátt gilið og smöluðum töluverðum hóp í skoðunarferð strax daginn eftir. Það voru svo menn sem heyrðu af þessu sem urðu fyrstir til að berja sig upp leiðina -en aldrei man ég eftir að hvarflað hafi að nokkrum manni að pukrast með þetta frábæra svæði.

Ég hef sagt hverjum sem heyra vill af ísþili sem stundum myndast við Hengifoss og óklifinn norðurveggur Búlandstinds er með tilkomumeiri alpaleiðum landsins.
Eg hef ekki betur sé að fyrir hverjha nýja klifurleið sem farin er finnist amk tvær nýjar!
Ég held að þessi umræða snúist því ekki um klifurmöguleika eða það að við séum komin að e-h takmörkum nátturunnar á framboði ísleiða. Þetta snýst eingöngu um það hvernig menn eru innréttaðir í höfðinu…