Reply To: Hvað er að frétta?

Home Forums Umræður Almennt Hvað er að frétta? Reply To: Hvað er að frétta?

#68228
Sissi
Moderator

John Snorri toppaði Manaslu (8.163 metrar) í morgun. Hann er fyrsti Íslendingurinn íslenski karlmaðurinn til að standa á tindi fjallsins og þetta er þá þriðji 8 þúsund metra tindurinn hans (Lhotse 2017 og K2 2017, fyrstur Íslendinga á bæði). Ef mér skjátlast ekki rétt missti hann af toppnum á Broad Peak. Rekur ekki minni til þess að fleiri séu með þrjá mismunandi 8 þúsund metra tinda og er hann þá fyrsti Íslendingurinn til að toppa þrjú 8 þúsund metra fjöll. Leifur Örn hefur klifið Everest tvisvar og Cho Oyu einu sinni og er því með þrjá toppa yfir 8 þús.

Óska John Snorra til hamingju með þetta, grjóthart.

Uppfært: Anna Svavars kleif Manaslu árið 2014

  • This reply was modified 4 years, 6 months ago by Sissi.