Reply To: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík.

Home Forums Umræður Klettaklifur Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík. Reply To: Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík.

#66318
Siggi Richter
Participant

Við fórum þrír í Búahamra eftir vinnu í gær til að njóta þessarar gulu. Við byrjuðum á að kíkja í fílabeinsturninn og munda okkur við Vítisbjöllur (Á enn langt í land), ótrúlega flott leið, en almáttugur, ég hef ekki séð annað eins víra-karabínu-línu lestarslys síðan í Cham (bæði aðkoman og í leiðunum). Er þetta eitthvað sem má uppfæra/hreinsa, eða á þetta að vera hluti af upplifuninni?
Annars langar mig að forvitnast, þarna eru leiðirnar Helgríma og Vítisbjöllur, en þrjár aðrar leiðir (er virðist), og að því er ég best veit eru hinar þrjár ófarnar. Er þetta eitthvað sem stendur enn, eða hafa menn mundað sig betur við þær leiðir seinni ár, og hafa einhverjar frekari upplýsingar um þær?

Svo var mér líka litið yfir á Mefisto, menn vilja meina að þetta sé tveggja spanna leið, er þá verið að taka hangandi stans í veggnum ofan við múkkasylluna (virðist ekki lengra en 30 metrar)?

Síðan kíktum við í Gandreið og Garún, frábærar leiðir báðar. Í Garúnu tókst mér hins vegar að brjóta fótfestu í seinna krúxinu í heiðarlegri flasstilraun (fínt að geta kennt öðru en sjálfum mér um að hafa klúðrað þeirri tilraun), svo hún bíður betri tíma.

En á leiðinni niður gilið vestan við Svarta spottuðum við einn einmana bolta í sirka 15 metra hæð (í háa veggnum vinstra megin sem snýr að Svarta), og síðan innbarinn álhaus í um þriggja metra hæð. Er einhver sem þekkir betur pælinguna bak við þessar tvær einmana tryggingar (stigaklifur, dóta/bolta frí-skrípi, eða ókláruð leið)? Virðist nokkuð flott lína.

Ég biðst velvirðingar á þessari hnýsni, ég veit að menn halda því fram að allt sé stimplað hægri vinstri í Ísalp ritum og eru margir ekki hrifnir af að deila þessum hræðilega persónulegu upplýsingum á netinu. En nú er ég seinustu mánuði búinn að torga þessum ársritum eins og hafragraut, skanna alla annála og greinar í tvígang minnst, og lítið bólar á þessum ítarlegu lýsingum. Og þær leiðalýsingar sem finnast eru oft álíka ítarlegar Evrópukort í A4.

  • This reply was modified 5 years, 9 months ago by Siggi Richter.